Hver hvalur sem er veiddur er 400 milljóna króna virði í kolefnisbindingu

Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, sagði á málþingi Sameykis sem haldið var í vikunni að reiknað hefur verið út af IMF að kolefnisbinding í einum hval sé 3 milljóna Bandaríkjadala virði eða í kringum 400 milljónir íslenskra króna. Þá sagði hann að hver hvalur sé ígildi 1500 frumskógatrjáa í kolefnisbindingu.


Sérhagmunaaðilar greiða ekkert fyrir að sóa verðmætum
„Hvalir sökkva með kolefnið til botns þegar þeir deyja, líkt og Carbfix, og bindur þannig kolefni í þúsundir ára á hafsbotni. Unnið hefur verið að því með alþjóðlegu teymi hagfræðinga að reikna út virði hvala í kolefnisbindingu, út frá virði kolefniskvótans og niðurstaðan er sú að verðgildið hvers hvals í kolefnisbindingunni er um 3 milljónir dala. Þannig má segja að þeir 180 hvalir sem voru veiddir síðast er ígildi 60 ma., eða eins og eins Landsspítala.


Ásgeir Brynjar Torfason á málþingi Umhverfis- og lofslagsnefndar Sameykis.

Ríkisstjórnin er nú að fara að leyfa veiðar á 209 hvölum í sumar og samkvæmt skýrslu Mast segir að ekki sé hægt að stöðva veiðarnar þrátt fyrir að ætla megi að um 111 kýr séu fylfullar. Og þó að brotin séu alþjóðleg lög er talið að ekki sé hægt að stöðva veiðarnar fyrr en eftir þessa vertíð. Þessir 209 hvalir eru 80 ma. króna virði, eða einn Landsspítali í viðbót með tækjabúnaði, sem við Íslendingar ætlum að leyfa einu einkafyrirtæki að stunda hér og greiðir ekkert fyrir það. Þannig sóum við verðmætum kolefniskvóta á meðan alþjóðasamfélagið er að setja upp sektarkerfi með þeim hætti að skip sem sigla á hval og drepur hann er útgerðin sektuð um 2-3 milljónir dollara.

Verðmæti reiknuð á núlli og fást fyrir ekkert
Þetta eru verðmæti sem hafa ekki verið reiknuð inn í hagvöxtinn og eru ekki tekin með í útreikninginn því náttúran er reiknuð á núlli. Ég er ekki að segja koma ætti á auðlindagjaldi fyrir að fá að veiða hval, því það á ekki að leyfa þessar veiðar á forsendum eins aðila án tillits til hags náttúrunnar og þjóðarinnar. En hvalir eru aðalverðmætin í kolefnisbindingunni sem IMF er búin að reikna út. Þá er einnig fjöldinn allur af hlutum í samfélagi manna sem alþjóðastofnanir eru búnar er að reikna út að séu verðmæti sem við tökum ekki tillit til, því eins og ég sagði áðan, auðlindir náttúrunnar eru ekki reiknaðar með inn í hagvöxtinn og þar með eru ýmis verðmæti reiknuð á núlli.

Ég tel að aðal ástæða þess að við séum að gefa mikil verðmæti eftir sé helsta ástæða loftslagsbreytinganna. Og þetta blasir við, því við sjáum að efnahagslífið fær að ganga á gæðin sem hafa ekki verið metin. Þessu þarf að breyta með viðhorfsbreytingu á öllum sviðum; í hugum fólks, samfélaginu, stjórnmálunum, reglugerðum, reikningsaðferðum, atvinnulífi og stofnunum. Alls staðar þarf þessi viðhorfsbreyting að eiga sér stað, og svo þarf nýsköpunin að taka við og skila okkur lausnum,“ sagði Ásgeir Brynjar Torfason.

Ráðstefna var haldin í Norræna húsinu um hvalveiðar og stöðu Íslendinga í alþjóðlegu sambandi við losun gróðurhúsalofttegunda. Þar var rætt um að hvaladráp sé í raun vistmorð. Hægt er að horfa á samtekt af fundinum í kynningarmyndbandinu hér að neðan þar sem þetta kemur fram.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí