Samstöðin rís líklega upp á uppstigningardag

Fjölmiðlar 13. maí 2023

„Það er orðið nokkuð ljóst að Samstöðin mun rísa upp sterkari en áður eftir innbrot og þjófnað á tækjum úr stúdíóinu. Almenningur hefur gefið fé til stöðvarinnar og áskrifendum hefur fjölgað mikið,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar. „Það er margt sem bendir til að þetta áfall muni styrkja okkur.“

Viku eftir innbrotið höfðu góður fjöldi einstaklinga lagt rúmlega 1,7 milljón króna inn á reikning Samstöðvarinnar svo endurnýja mætti tækin. Áskrifendum hefur fjölgað mikið á þessari viku, um 17%. Tekist hefur að selja auglýsingar fram í tímann til þeirra sem vilja tryggja áframhaldandi rekstur. Saman tryggir þetta getu til að kaupa ný tæki í aðal stúdíóið. Auk þessa hefur fólk lagt Samstöðinni til tæki að láni og að gjöf, sem munu verða stoðin í öðru stúdíói.

„Meðan við bíðum eftir tækjunum erum við að skipuleggja nýja þætti og styrkja aðra,“ segir Gunnar Smári. „Draumur okkar er að vera með fréttir og fjölbreytta samfélagsumræðu í kvölddagskrá, styrkja dreifinguna á hlaðvarpsveitum, hefja útsendingar á útvarpi og bjóða upp á sem fjölbreytilegast efni. Það er flest sem bendir til að við getum verið með öflugri dagskrá og sterkari vef þegar við rísum upp en var þegar brotist var inn.“

Samstöðin er í eigu Alþýðufélagsins, en félagsgjöldin þar eru eins konar áskrift að Samstöðinni. Þau sem vilja gerast áskrifendur og þar með eigendur Samstöðvarinnar geta gengið í Alþýðufélagið með því að skrá sig hér: Félagaskráning Samstöðvarinnar.

Þau sem vilja hjálpa til við kaup á nýjum tækjum geti lagt inn á reikning Alþýðufélagsins: Bankanúmer: 1161-26-001669 Kennitala: 550891-1669

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí