Sjáðu launaseðil leiðbeinenda á leikskólum – „Gætuð þið lifað af á þessum launum?“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, birtir á Facebook launaseðla tveggja leiðbeinenda á leikskólum. Annar starfar í Reykjavík meðan hinn í Kópavogi.  Verkföll aðildarfélaga BSRB eru hafin í sveitarfélögum landsins utan Reykjavíkur, en það má segja að launaseðlarnir tveir segi allt sem segja þarf um ástæðu þess.

Launaseðlana má sjá hér fyrir neðan en aðal atriði er að leiðbeinandi í Reykjavík fær útborgað um 346 þúsund meðan sá í Kópavogi fær ekki nema 267 þúsund. „Ef þið skoðið þessa launaseðla fyrir laun í janúar 2023 sjáið þið mat samfélagsins á virði starfa leiðbeinenda á leikskólum. Launin eru þó ögn skárri í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða öðrum sveitarfélögum. Þar munar heilum 45 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt (sjá grænu hringina),“ segir Sonja.

„Það er vegna þess að Reykjavíkurborg greiðir sérstakar aukagreiðslur vegna þessara starfa sem hin sveitarfélögin gera ekki. Og neita að gera. Þau hafa hafnað sjálfsögðum kröfum okkar fólks um sömu laun fyrir sömu störf á leikskólum um landið allt. Gætuð þið lifað af á þessum launum?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí