„Það eru bara útvaldir sem eru að kaupa og hafa efni á þessum húsum“

„Í mörg ár voru fyrstu kaupendur í kringum 25 prósent af markaðnum og mig grunar að sú tala hafi lækkað niður í 5-10 prósent, þannig sá hópur er nánast farinn. Hópurinn sem væri hins vegar að kaupa vill frekar bíða og eina fólkið sem er í raun að kaupa er fólk sem annaðhvort á fyrir því eða neyðist til að gera það.“

Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali við Viðskiptablaðið. Páll er ómyrkur í máli og segir að íslenski fasteignamarkaðurinn sé í alvarlegri krísu. Hann segir algjörlega nauðsynlegt að auka eftirspurn á íbúðum. Hann bendir á að sala íbúða hafi verið 22,8 prósent minni í ár miðað við sama tímabil og í fyrra.

Hann segir að það sé í raun bara elítan sem kaupir fasteignir í dag. „Ég hélt að sá markaður myndi falla fyrst, en það sem þetta segir mér er að það eru bara útvaldir sem eru að kaupa og hafa efni á þessum húsum. Einbýlishús hafa hækkað um næstum 5 prósent frá áramótum og stór hluti af þeirri hækkun hefur orðið á síðustu tveimur mánuðum.“

Viðtalið við Pál má lesa í heild sinni hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí