„Í mörg ár voru fyrstu kaupendur í kringum 25 prósent af markaðnum og mig grunar að sú tala hafi lækkað niður í 5-10 prósent, þannig sá hópur er nánast farinn. Hópurinn sem væri hins vegar að kaupa vill frekar bíða og eina fólkið sem er í raun að kaupa er fólk sem annaðhvort á fyrir því eða neyðist til að gera það.“
Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali við Viðskiptablaðið. Páll er ómyrkur í máli og segir að íslenski fasteignamarkaðurinn sé í alvarlegri krísu. Hann segir algjörlega nauðsynlegt að auka eftirspurn á íbúðum. Hann bendir á að sala íbúða hafi verið 22,8 prósent minni í ár miðað við sama tímabil og í fyrra.
Hann segir að það sé í raun bara elítan sem kaupir fasteignir í dag. „Ég hélt að sá markaður myndi falla fyrst, en það sem þetta segir mér er að það eru bara útvaldir sem eru að kaupa og hafa efni á þessum húsum. Einbýlishús hafa hækkað um næstum 5 prósent frá áramótum og stór hluti af þeirri hækkun hefur orðið á síðustu tveimur mánuðum.“
Viðtalið við Pál má lesa í heild sinni hér.