Yfirdrátturinn á leið í 16,5% vexti en innlánin áfram mjög neikvæð

Reikna má með að bankarnir hækki útlánsvexti sína um næstu mánaðamót en fari sér hægt í að hækka innlánsvexti. Það hefur verið reglan síðustu misseri. Eftir hækkun má reikna með að vextir á yfirdráttarlánum fari í 16,5%, sem eru 5,9% raunvextir í 10% verðbólgu. Á sama tíma munu vextir á launareikningum varla fara yfir 2% sem er neikvæðir vextir upp á 7,3%.

Áður en Seðlabankinn byrjaði að hækka vexti fóru stýrivextirnir lægst niður í 0,75%. Þá voru engir vextir á veltureikningum en vextir á yfirdrætti 8,5%. Þá var verðbólgan 4% og því neikvæðir vextir upp 3,9% á launareikningnum en 4,3% jákvæðir vextir á yfirdrættinum. Vaxtamunurinn var 8,2 prósentur.

Í dag er tæplega 10% verðbólga og 1,75% vextir á launareikningum. Það gerir neikvæðir vextir upp á 7,5%. Á sama tíma er 15,25% vextir á yfirdrættinum, sem gera 4,8% jákvæðir vextir. Vaxtamunurinn er 12,3 prósentur.

Og innan skamms má reikna með 1,25 prósentu hækkun á yfirdráttinn en varla meira en 0,25-0,50 hækkun á launareikninginn. Vaxtamunurinn mun því hækka enn.

Þetta er ein af ástæðum þess að hagur bankanna hefur vaxið hratt á sama tíma og hagur almennings hefur versnað. Kerfið ýtir undir hagnað bankanna á verðbólgutímum en grefur undan afkomu heimilanna.

Á Íslandi er það svo að ríkið á einn af þremur leiðandi bönkum og er með ráðandi stöðu í öðrum til. Ríkið er því ráðandi og markaðsráðandi aðili á bankamarkaði. Einhver gæti haldið að þessi ítök almannavaldsins í bankakerfinu myndi styrkja stöðu almennings gagnvart fjármálakerfinu. Svo er þó ekki. Það er stefna núverandi stjórnvalda að ríkisbankinn og bankinn sem ríkið á ráðandi hlut í hegði sér eins og grimmur kapítalisti og hafi það eitt að markmiði að hámarka hagnað sinn. Jafnvel þótt það gangi frá fjárhag fjölda heimila og fyrirtækja.

Vegna sterkrar stöðu ríkisins á bankamarkaði verður að ætla að það sé einarður vilji ríkisstjórnar og Alþingi að bankakerfið fái að halda áfram að auka vaxtamuninn. Enginn ráðherra hefur gert athugasemdir við þetta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí