Bæjarstjórn Herning boðar til neyðarfundar vegna hörmulegs ástands á öldrunarheimilum

Dorthe West, bæjarstjóri Herning í Danmörku hefur boðað bæjarstjórnina til krísufundar í dag í kjölfar úttektar Félags- og heilbrigðisyfirvalda sem leiddi í ljós vægast sagt hrikalegt ástand á öldrunarheimilum bæjarins. 

Úttektin samanstendur af 17 atriðum, og má þar nefna:

  • Íbúar fara ekki í bað nema einu sinni í viku í mesta lagi
  • Íbúar liggja sumir hverjir í rúminu fram til kl.11 þar sem enginn kemur og hjálpar þeim
  • Íbúar leggja sig í mikla hættu á alvarlegum slysum við að reyna að gera hluti sjálfir vegna skorts á aðstoð
  • Á löngum tímabilum er einungis einn starfsmaður að sjá um 16 íbúa

Bæjarstjórn Herning, sem samanstendur af öllum flokkum nema Sósíalíska þjóðarflokkinum og Borgaralistanum, samþykkti 14 milljóna króna niðurskurð í útgjöldum til aldraðra. Þegar úttektin var fyrst kynnt, brást bæjarstjórinn Dorthe West (Venstre) við með því að halda því fram að vandamálið væri að fólk gerði einfaldlega of miklar kröfur til þjónustu hins opinberra. Það þyrfti einfaldlega að læra að stilla kröfum sínum í hóf. 

Samkvæmt Kurt Houlberg, prófessor í heilbrigðisstjórnmálum við rannsóknarmiðstöð heilbrigðismála (VIVE), þá er Herning langt frá því að vera eini bærinn þar sem ástandið er á þann veg. Hins vegar er þetta ástand ekkert að fara að breytast þar sem engir peningar eru hreinlega til. 

Danmörk tilkynnti fyrir viku síðan 143 milljarða danskra króna aukningu á útgjöldum til hernaðarmála á næstu tíu árum – 6,9 milljarðar einungis á næsta ári. Mun það bætast við þá 27 milljarða danskra króna sem frændur okkar eyða í varnarmál á ári nú þegar.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí