Ríkisstjórn Danmerkur hefur ekki tekið á móti einum einasta hælisleitanda

Samkvæmt svari Útlendingaráðuneytis Danmerkur (Udlændinge- og Integrationsministeriet) við fyrirspurn blaðsins Arbejderen, þá hefur Danmörk ekki tekið á móti einum einasta hælisleitanda á árinu. Arbejderen sendi þessa fyrirspurn í dag, þar sem 20.júní er alþjóðlegi dagur flóttafólks, sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) heldur árlega uppá.

Er þetta klárt brot á samningum sem Danmörk er aðili að, en þeir kveða á um að landinu ber skylda til að taka við ákveðnum fjölda „kvótaflóttafólks“. Einnig segir í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, að hún skuldbindur sig til að taka á móti allt upp undir 500 af svokölluðu kvóta flóttafólki. Eru þau loforð nokkuð stærri en það sem áður var, en fyrri ríkisstjórnir létu nægja að lofa að taka á móti 200 hælisleitendum í mesta lagi.

Einu hælisleitendurnir, sem ríkisstjórnin hefur sagst ætla að taka á móti, eru 200 manns sem flytja átti frá flóttamannabúðum í Rúanda til Danmerkur. Var þetta tilkynnt á síðasta ári.

Hinsvegar, þá upplýsti Útlendingamálaráðherra Danmerkur, Kaare Dybvad Bek, í svari við fyrirspurn á danska þinginu að þeir hælisleitendur væru ekki enn komnir til landsins. Ríkistjórn Danmerkur hefur heldur ekkert gefið upp um hversu marga – ef einhverja – hælisleitendur tekið verði á móti á árinu.

Útlendingalögin í Danmörku

Samkvæmt dönskum útlendingalögum, þá er ákvörðunin um hversu marga hælisleitendur landið tekur að sér ekki í höndum forsætisráðherrans eða ríkisstjórnarinnar í sameiningu. Eða danska þingsins. Það er einungis og alfarið í höndum Útlendingamálaráðherrans, sem er nú Kaare Dybvad Bek, ráðherra Sósíaldemókrata.

Danmörku ber skylda til að taka á móti ákveðnum fjölda af „kvótaflóttamönnum“ sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna velur. Hinsvegar, þá ákvað danska þingið, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, að setja fram strangar mótkröfur um hvaða fólk telst hæfilegt – ásamt því að setja það alfarið í hendur Útlendingaráðherrans hversu marga – ef einhverja – hælisleitendur Danmörk tekur á móti.

Því er það allsendis óvíst hvort Danmörk muni koma til með að taka á móti nokkurri manneskju í ár. Það er, eins og áður segir, alfarið í höndum einnar manneskju sem vill ekkert gefa upp um það.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir Danmörk harðlega, og hvetur landið til að taka á móti fólki í sárri neyð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí