Elítan vöruð við því að hún stendur nú frammi fyrir uppreisn

Alþjóðlega fjármálaelítan kom saman á fimm stjörnu hótelinu Savoy í London í vikunni. Tilefnið var ráðstefna sem útgefendur Spears, tímarits ofurríkra fjárfesta, stóðu fyrir. Var, eins og ávallt þegar fólkið sem um ræðir kemur saman, mikið um dýrðir.

Hinsvegar, þá skar þessi samkoma sig þónokkuð úr, samanborið við hvernig hlutirnir ganga vanalega fyrir sig. En á ráðstefnunni voru ráðgjafar sem tóku sig til og vöruðu hina ofurríku elítu sem þar var saman komin við því að ástandið í samfélags- og efnahagsmálum heimsins væri einfaldlega komið á það stig að mjög stutt sé í alvarlega borgaralega uppreisn ef fram heldur sem horfir. Það er að segja, ef elítan gerir ekkert í málunum og breyti ekki um kúrs.

Komu þessar gagnrýnisraddir einnig fŕá til dæmis Julia Davies, stofnanda samtakanna Patriotic Millionaires UK (hvers nafn er svo lýsandi að frekari útskýringa er varla þörf). Hún kallaði til dæmis eftir stórauknum skatti á hina ríku, og varaði við að fátækt í heiminum, ásamt loftslagskrísunni, væri að fara verða svo miklu verri ef hin ríku gerðu ekkert til að hjálpa hinum fátæku. Sagði hún að það væri ábyrgð hinna ríku að gera eitthvað í málunum, þar sem að þau væru fær um það – ólíkt öðrum. Bill Gates virðist ekki hafa verið á staðnum, en ef svo hefði verið hefði hann eflaust tekið undir þetta, og svo útskýrt fyrir henni hvernig hann sé að bjarga heiminum.

Clare Woodcraft, starfsmaður rannsóknarstofnunnar um góðgerðismál við Cambridge háskóla (Centre for Strategic Philanthropy) gagnrýndi einnig góðgerðarstarfsemi hinna ríku – sem þau hreykja sér af í tíma og ótíma. Benti hún á að þessi starfsemi þeirra snúist iðulega um sýndarmennsku – stutt er ákveðin málefni þar sem að það lætur hin ríku líta vel út frekar en að þau séu að gera eitthvað raunverulegt til að leysa nein raunveruleg mál.

Eins og áður segir, þá einkennast slíkar samkomur af fáu öðru en hinum ofurríku að klappa sjálfum sér á bakið yfir góðmennsku sinni og snilligáfu. Var ráðstefnan í vikunni því nokkuð óvenjuleg á mælikvarða fólksins sem um ræðir, eitthvað sem mögulega væri hægt að túlka sem svo að ástandið í heimsmálunum sé komið á svo alvarlegt stig að jafnvel hin allra ríkustu geti einfaldlega ekki lokað augunum lengur – sem er vanalega það sem þau gera best.

Engin loforð um að gera neitt í neinum málum komu þó fram á ráðstefnunni. Hvað þá einhverjar gjörðir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí