Enn einn tónleikastaður lokar: „Meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík“

Fjöllistakonan Margrét Erla Maack segir í pistli sem hún birtir á Facebook að hægt og hægt hafi tekist að drepa nær allt tónleikahald í Reykjavík. Nú virðist sem skemmtistaðurinn Húrra sé búinn að loka sínum dyru, sem er enn eitt áfallið fyrir tónlistarunnendur á Íslandi. Margrét fer yfir það hvernig þetta sé einungis enn eitt dæmið um lokun tónleikastaðar í Reykjavík. Öllum ætti að vera ljóst að tónlist hefur spilað stóra rullu í því hvernig Ísland varð vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Margrétar í heild sinni.

Húrra *virðist* vera búið að skella í lás en ég hef engar fréttir séð af því? Fringe hátíðin átti að vera með venue þar, en fyrir stuttu var tillkynnt að það væri ekki hægt. Á sama tíma og Egill Ólafs, frændi minn, er útnefndur borgarlistamaður, fækkar og fækkar tónleikastöðum.

Tónlistin og menningin er það sem gerir okkur að borg fyrir fólk. Tónlistin laðar ferðamenn til borgarinnar. Núna er staðan sú að það eru meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík.

Ég var svo heppin að slíta djammskónum í Tónleika-Reykjavík. Grandrokk og svo Faktorý, Gaukurinn, Gamli Gaukurinn og svo Sódóma. Gaukurinn í dag stendur sig afar vel í tónlist, uppistandi, dragi og öðru fjöri.

Svo var það Nasa, sem núna heitir „Gamli Sjálfstæðissalurinn“ (mjög sexí nafn), sem kostar víst milljónir að leigja. Iðnó er enn á sínum stað en yfir sumartímann er það nýtt fyrir glæsileg brúðkaup. Þjóðleikhúskjallarinn var eðaltónleikastaður og fór ég á marga geggjaða tónleika þar og væri gaman að blása tónleikalífi í hann á ný.

Ég fagna mjög komu Lemmy á markaðinn, það er staður sem hentar mörgum böndum. Hús Máls og menningar er líka flott, en tekur mjög stóran bita af miðasölu, og það er ekki á allra færi að vera þar nema hafa miðaverðið svo hátt að það meiki sens að dröslast með hljóðfærin á staðinn.

Lifandi tónlistarflutningur er í dag orðin helsta tekjulind tónlistarmanna, þar sem plötusala hefur dregist saman. Og þetta er meeeeegahark þar sem svo fáir tónleikastaðir eru í borginni. Ég öfunda Akureyringa af því að eiga Græna hattinn!!!

En, greinilega borgar það sig ekki að halda úti tónleikastað, þannig að næst þegar ég fer á tónleika ætla ég að leggja mig fram að kaupa líka á barnum

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí