Forseti Brasilíu tilkynnir áætlun um stöðvun eyðingu regnskógana fyrir 2030

Vinstri ríkisstjórn brasilíska forsetans Luiz Inácio Lula da Silva hefur kynnt áætlun sína um að stöðva alfarið eyðingu brasilískra skóga fyrir árið 2030. Er þetta í samræmi við kosningaloforð hans þar sem hann lofaði róttækum aðgerðum í umhverfis- og loftslagsmálum.

Lula, ásamt umhverfisráðherra sínum Marina Silva, tilkynntu áætlunina á mánudag. Á sama tíma lýstu þau yfir að með því er Brasilía komin í forystu í umhverfismálum, eftir fjögur ár þar sem litið var á umhverfið sem gróðatækifæri ríka minnihlutans. Átti hann þar auðvitað við stefnur forvera síns, Jair Bolsonaro, í umhverfismálum sem voru vægast sagt umdeildar – bæði innanlands sem utan af mörgum alþjóða umhverfisstofnunum sem og vísindamönnum.

Áætlunin eins og þau lýstu henni er metnaðarfull í meira lagi. Hún felur í sér náið samstarf fimmtán helstu ríkisstofnana Brasilíu sem munu fylgjast með og koma í veg fyrir ólöglega eyðingu skóga og námuvinnslu. Einnig verður haft náið eftirlit með fjármagni sem verið er að flytja í starfsemi sem stundar slíkt. Gervihnetti, ásamt annarri nýjustu tækni, verður notað til að fylgjast náið með allri ólöglegri starfsemi, og segir Lula að engar afsakanir verði teknar til greina frá þeim sem staðnir verða að slíku. Á sama tíma mun ríkisstjórnin innleiða ýmsa efnahagslega hvata til fyrirtækja, í þeim tilgangi að fá þau til að taka upp sjálfbæra og umhverfisvæna framleiðslu.

Pólskipti í umhverfismálum Brasilíu

Stefna Lula, sem bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í október í fyrra, er vægast sagt önnur en sú sem Brasilía fylgdi í tíð öfgahægri forsetans Bolsonaro, árin 2019-2022. Kallaði hann eftir og studdi mjög miklar framkvæmdir einkaaðila á viðkvæmum svæðum Brasilíu – framkvæmdir sem krefjast ruðningu skóga. Leiddu þessar framkvæmdir til mikilla mótmæla, ekki síst meðal frumbyggja Brasilíu sem ríkisstjórn Bolsonaro svaraði með ofbeldi.

Tilkynning þessi kemur nákvæmlega ári eftir að síðast sást til breska blaðamannsins Dom Phillips og frumbyggja sérfræðinginn Bruno Pereira. En þeir voru að vinna að gagnrýninni rannsókn um Amazon frumskóginn. Voru þeir myrtir af hagsmunaöflum sem ósátt voru við gagnrýni þeirra – eithvað sem vakti mikla alþjóða athygli og fordæmingu.

Lula minntist á þá og vottaði þeim virðingu sína í tilkynningu sinni, ásamt því að lýsa yfir að nú sé Brasilía og Amazon regnskógurinn að fara að vekja heiminum von í brjósti – frekar en skelfingu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí