Í greiningu Samtaka iðnaðarins segir að það muni ekki 12 þúsund íbúðir verða klárar í ár og næstu tvö ár, eins og gert var rá fyrir í plönum Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra heldur aðeins 7.640, aðeins 2/3 af því sem að var stefnt. Það stefnir því að ástandið á húsnæðismarkaði verði ekki betra í ársbyrjun 2026 heldur verra en þegar Sigurður Ingi kynnti plön sín. Ástandið er ekki að batna, heldur að versna.
Í nýrri greiningu SI um stöðuna á íbúðamarkaðnum kemur fram að hratt dregur úr framleiðslu nýrra íbúða. Framboðið dregst saman á sama tíma og eftirspurnin vex, bæði vegna eðlilegrar fjölgunar en einnig vegna mikillar aukningar ferðamanna, fjölgun flóttafólks og mikillar fjölgunar erlendra verkamanna. Það er mat SI að framboð nýrra íbúða verði langt undir þörf.

í skýrslunni seegir að útlit sé fyrir að ríflega 2.800 fullbúnar íbúðir komi inn á íbúðamarkaðinn í ár skv. nýrri spá HMS. Á næsta ári reiknar stofnunin með að fjöldinn verði álíka mikill. Ef spáin rætist er um að ræða nær þúsund íbúða fækkun frá því á árinu 2020 en þá var fjöldi fullbúinna íbúða ríflega 3.800.
HMS spáir því að umtalsverður samdráttur verði í fjölda fullbúinna íbúða á milli áranna 2024 og 2025. Reiknar stofnunin með að tæplega 2 þúsund fullbúnar íbúðir komi inn á markaðinn 2026, eða nærri 30% færri en á árinu 2024.
HMS reiknar með að ríflega 1.200 færri íbúðir komi fullbúnar inn
HMS reiknar með að ríflega 1.200 færri íbúðir komi fullbúnar inn á íbúðamarkaðinn á tímabilinu 2023-2025 samanborið við þá spá sem stofnunin birti með SI í október sl.á.
Þarfagreining HMS og húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að það þurfi rétt um 4.000 fullbúnar íbúðir inn á markaðinn í ár og sama fjölda næstu tvö ár. Miðað við spá stofnunarinnar um fullbúnar íbúðir þá verður byggt undir íbúðaþörf á þessum tíma sem nemur 4.360 íbúðum. Þá eykst ójafnvægið á milli fjölda fullbúinna íbúða og áætlaðrar þarfar eftir því sem líður á spátímann, segir í greiningu SI.
Hér er hægt að nálgast greiningu Samtaka iðnaðarins: ÓJAFNVÆGI Á ÍBÚÐAMARKAÐI