GAJA – Stærsta klúður sem ráðist hefur verið í á 21. öldinni

GAJA, Gas- og Jarðgerðarstöð Sorpu, hlýtur að teljast meðal stærstu klúðrum opinberrar stjórnsýslu á Íslandi. Nýlega kom fram að stöðin, sem er staðsett á Álfsnesi, væri varla nothæf. Kostnaður við að byggja stöðina nam ríflega sex milljörðum króna, en í ljósi þess að stöðin er líklega ónothæf þá má telja líklegt að kostnaðurinn verði talsvert meiri þegar upp er staðið. Framkvæmdin var sú stærsta sem sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ráðist í á 21. öldinni.

GAJA átti einungis að kosta tæpa þrjá milljarða en framkvæmdakostnaður hafði verulega slæm áhrif á fjárhagsstöðu Sorpu. Stundin fjallaði um framkvæmdina árið 2021 og greindi þá frá því að skuldsetningarhlutfall Sorpu væri komið upp í 67,5 prósent árið 2019 hafði verið árið áður einungis 5,36 prósent.

Nýverið kom fram að stjórn Sorpu hefði ákveðið að loka flokkunarstöð sem hefur séð GAJU fyrir lífrænum úrgangi til moltugerðar. Flokkunarstöðin hefur kostaði Sorpu um einn milljarð fyrir þremur árum. Þessi kostnaður nær aðeins yfir flokkunarkerfið, ekki yfir heildarkostnaðinn við jarðgerðarstöðina. Kostnaður við stöðina er því nær sjö milljörðum, en líkt og fyrr segir þá má telja öruggt að kostnaðurinn við stöðina eigi eftir að aukast enn meira í nánari framtíð.

En hvað átti þessi dýra stöð að gera? Þegar framkvæmdin var fyrst kynnt þá var fullyrt að GAJA myndi búa til hágæða moltu, jarðveg, úr blönduðum heimilisúrgangi borgarbúa. GAJA átti að vera það fullkomin að borgarbúar þyrftu jafnvel ekki að flokka lengur, vélarnar í GAJU myndu sjá um það.

Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu sem síðar var rekinn vegna GAJU-klúðursins, segir í samtali við Fréttatímann árið 2014 að með nýju stöðinni „gjörbreytist öll meðhöndlun á þeim úrgangi sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu setja frá sér í sorptunnur.“ Björn fullyrti þá að í stað þess að urða 30 þúsund tonnum af heimilisúrgangi á ári   þá myndi um 70 prósent þess fara í GAJU, þar sem úrgangurinn yrði endurunninn og honum breytt í metangas og jarðvegsbæti.

En um hvað snýst klúðrið? Í stuttu máli má svara því svo að moltan sem stöðin framleiddi hafi verið ónothæf. Stundin greindi frá því árið 2021 að moltan sem GAJA framleiddi væri plastmenguð og stæðist engan veginn þær kröfur sem settar eru á moltu af European Compost Network eða ECN. Ætlast er til þess að molta innihaldi eingöngu 0,5 prósent óhreinindi. Moltan sem GAJA framleiddi var langt yfir þeim mörkum, eða tæplega 7 prósent.

Heimildir Samstöðvarinnar herma að í dag sé GAJA í raun í gjörgæslu. Starfsemi hennar sé ekki í takt við því sem var lagt upp með né lofað. Ljóst er þó að ekki eru öll kurl komin til grafar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí