Íslendingum að kenna að starfsfólk talar ensku en ekki íslensku

Ítalski rithöfundurinn Valerio Gargiulo hefur verið búsetur hér á landi um nokkurt skeið. Hann segir í pistli sem hann birtir á Facebook að Íslendingar þurfi að líta sér nær hvað varðar erlent starfsfólk sem svari á ensku en ekki íslensku. Valerio bendir á að afrískir innflytjendur í Napólí tala napólískum, ekki ensku. Hann segir það skiljanlegt að kvarta undan þessu, en sú gremja verði að beinast að þeim sem bera ábyrgð á því. Það sé sjaldnast innflytjendanum að kenna.

Hér fyrir neðan má lesa pistil hans í heild sinni.   

Ég heyri oft Íslendinga kvarta yfir því að á Íslandi tali erlent starfsfólk á börum, veitingastöðum, matvöruverslunum ensku en ekki íslensku.

Stundum kemur það mér á óvart þegar sumir Íslendingar sjá áhrif en ekki orsök ástands sem hefur skapast undanfarin 20 ár.

Orsökin er margþætt. Það eru störf sem margir Íslendingar vilja ekki sinna (t.d. þrif, byggingarsvæði eða veitingaeldhús). Svo eru geirar þar sem skortur er á mannafla og það þarf að finna hann erlendis (t.d. sjúkrahús þarfnast hæfra hjúkrunarfræðinga og lækna og það er enginn tími til að kenna þessu fólki íslensku).

Það er ekki alltaf innflytjandanum að kenna sem talar ekki íslensku.

Margir Íslendingar kvarta yfir því að það séu svo margir erlendir karlmenn í sundlaugunum að þeir valdi konum óþægindum. Spurning mín er: hvers vegna eru þeir að hleypa þúsundum einhleypra karlmanna til Íslands án fjölskyldu sinnar? Í þessu tilviki er stjórnmálum um að kenna. Það verður að skipuleggja þessa hluti. Það er ekki hægt að hugsa sér að þessir erlendu menn, eftir að hafa unnið allan daginn, séu lokaðir inni heima fram til næstu vinnuvaktar.

Mig hefur alltaf langað að læra íslensku en ég fullvissa þig um að þó ég sé „góður útlendingur“ þá hefur stundum verið hlegið að mér fyrir hreiminn. Ég hef aldrei verið siðblindur á minni íslensku lífsleið. Ég elska Ísland og þó að mér hafi stundum fundist ég ekki vera samþykktur þá hélt ég samt áfram að bæta mig. Á endanum skiptir ekki máli hvað fólki finnst.

Því miður hafa ekki allir innflytjendur verið hvattir eins og ég.

Sannleikurinn er sá að Íslendingar þurfa að breyta viðhorfi sínu til útlendinga.

Afrískir innflytjendur í Napólí tala napólísku. Jafnvel í Barcelona tala innflytjendur katalónsku. Það eru engin háþróuð tungumálanám í þeim borgum, en útlendingurinn er á kafi í menningu þessara borga og lærir þar af leiðandi tungumálið.

Svo lengi sem talað er um „útlendinga“ sem geimverur, verður aldrei raunveruleg sameining.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí