Launin halda ekki í við verðlag

Samkvæmt Hagstofunni hækkaði launavísitalan, sem mælir öll laun á landinu, um 1,6% í apríl þegar verðlag hækkaði um 1,36%. Verðbólgan náði því ekki éta launin að meðaltali þann mánuðinn. En það er bara raunveruleiki meðaltalsins. Í apríl komu inn aftur virkar hækkanir til Eflinarfélaga og umsamdar hækkanir opinberra starfsmanna, til hópa sem höfðu upplifað kjaraskerðingu mánuðina á undan. Þau sem fengu hækkanir fyrir áramótin sáu á sama tíma laun sín missa verðgildi í takt við verðbólguna.

Það má sjá á þessu grafi hvernig kjarasamningar hafa haft áhrif á kaupmátt launa samkvæmt launavísitölu, frá mánuði til mánaðar.

Grafið nær frá ársbyrjun 2021 til apríl 2023. Þarna eru síðustu tvær hækkanir lífskjarasamningsins og síðan hagvaxtaraukinn í fyrra, sem einnig tilheyrði þeim samningi. Þá má sjá áhrif af samningum Starfsgreinasambandsins og síðan verslunar- og iðnaðarmanna, sem var bæði fjölmennari hópur og samningar sem höfðu meiri áhrif á laun fólks sem er ekki á taxtalaunum. Í lokin má síðan sjá launahækkanir Eflingarfólks og hluta af opinberum starfsmönnum.

Launavísitalan mælir öll laun, byggir á skattaframtölum frekar en umsömdum launahækkunum. Hún mælir því launaskrið og getur hækkað þótt engir nýir samningar séu gerðir. En grafið sýnir vel hversu mikil áhrif samningar hafa, að meðaltali.

Mánaðarlegar breytingar eru mikill rússíbani upp og niður. Ef við sýnum sama tímabil en að þessu sinni með breytingum kaupmáttar síðustu 12 mánuði er myndin þessi:

Þarna sést að á tímabili lífskjarasamningana óx kaupmáttur þó nokkuð. Það breyttist hins vegar síðastliðið sumar. Og þrátt fyrir samninga síðustu mánuði hafa launahækkanir ekki náð að verja kaupmáttinn. Launafólk er að taka á sig kjaraskerðingu. Meira að segja þá mánuði sem hækkanirnar eru að koma inn. Fram undan frá apríl síðastliðnum eru hins vegar níu mánuðir án launahækkana fyrir ASÍ-fólk og ár fyrir opinbera starfsmenn.

Það sést á grafinu hversu sterkt verðbólgan hefur keyrt niður kaupmáttinn að undanförnu þrátt fyrir launahækkanir. Þið getið ímyndað ykkur þróunina þegar engar kauphækkanir koma til mótvægis. Það er raunveruleiki næstu mánaða.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí