Samkvæmt samræmdri verðbólgu Evrópsku hagstofunnar dróst verðbólgan hraðar saman í Evrópu á síðustu mánuðum en á Íslandi. Í maí var verðbólgan síðustu tólf mánuði 7,1% á Evrópska efnahagssvæðinu en 8,0% á Íslandi, samkvæmt samræmdri vísitölu.
Verðbólgan hér var hærri í maí á þennan mælikvarða en á Evrópska efnahagssvæðinu og í Evrópusambandinu. Það var meiri verðbólga á Ítalíu og í Austurríki og síðan í löndum Austur-Evrópu og Tyrklandi. Annars staðar var minni verðbólga. Öll Norðurlöndin eru komin undir Ísland.
Þrátt fyrir að verðbólga mælist nú hærri á Íslandi en á Evrópska efnahagssvæðinu þá er það enn svo að verðbólga hefur ekki verið meiri hér en þar síðustu tíu árin. Stundum er meiri verðbólga hér, stundum minni. Það þarf að fara aftur til gengishrunsins í kjölfar efnahagshrunsins 2008 til að finna tímabil þar sem verðbólgan er afgerandi meiri hér.
Hér má sjá verðbólgu síðustu tólf mánuði á Íslandi og á evrópska efnahagssvæðinu frá 2005: