Meiri verðbólga á Íslandi en í Evrópu

Samkvæmt samræmdri verðbólgu Evrópsku hagstofunnar dróst verðbólgan hraðar saman í Evrópu á síðustu mánuðum en á Íslandi. Í maí var verðbólgan síðustu tólf mánuði 7,1% á Evrópska efnahagssvæðinu en 8,0% á Íslandi, samkvæmt samræmdri vísitölu.

Verðbólgan hér var hærri í maí á þennan mælikvarða en á Evrópska efnahagssvæðinu og í Evrópusambandinu. Það var meiri verðbólga á Ítalíu og í Austurríki og síðan í löndum Austur-Evrópu og Tyrklandi. Annars staðar var minni verðbólga. Öll Norðurlöndin eru komin undir Ísland.

Þrátt fyrir að verðbólga mælist nú hærri á Íslandi en á Evrópska efnahagssvæðinu þá er það enn svo að verðbólga hefur ekki verið meiri hér en þar síðustu tíu árin. Stundum er meiri verðbólga hér, stundum minni. Það þarf að fara aftur til gengishrunsins í kjölfar efnahagshrunsins 2008 til að finna tímabil þar sem verðbólgan er afgerandi meiri hér.

Hér má sjá verðbólgu síðustu tólf mánuði á Íslandi og á evrópska efnahagssvæðinu frá 2005:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí