Samfylkingin vill þrengja að einkahlutafélögum – eins og Sósíalistar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar vill fjármagna eingreiðslu vaxtabóta til skuldsettra heimila með því að loka fyrir skattalegan ávinning einstaklinga af að taka tekjur sína gengum einkahlutafélög. Kristrún segir að þar sé skattaglufa sem geri tekjuháum kleift að telja launatekjur sem fjármagnstekjur. Hópur fólks að borgi lægri skatta en þorri almennings út af þessari glufu.

Sósíalistar lögðu þetta til fyrir síðustu kosningar í kosningartilboði sem kallaðist Stöðvum skattaundanskot. Þar sagði í kafla sem nefndur var: Fellum eignarhaldsfélögin:

„Eignarhaldsfélög án annars rekstrar en umsjón eigna eru farvegur fyrir undanskot skatta og hafa einkum verið stofnuð í þeim tilgangi. Arður úr rekstrarfélögum, raunverulegum fyrirtækjum sem framleiða vöru eða þjónustu, er fluttur upp í eignarhaldsfélög þar sem ótal tækifæri eru til að fresta greiðslu skatta og á endanum að komast hjá öllum skattgreiðslum. Á árunum fyrir Hrunið 2008 voru stórfelldar fjárhæðir fluttar með þessum hætti í fyrirtæki í aflöndum sem borguðu enga skatta á Íslandi. Eftir Hrun var skattalögum breytt svo horft var fram hjá félögum á erlendum lágskattasvæðum og eigendur þeirra skattlagðir eins og félögin væru ekki til, væru ekki sjálfstæðir skattaðilar.

Nú er tíminn til að stíga næstu skref og gera það sama við öll eignarhaldsfélög, félög sem hafa enga starfsemi aðra en umsjón eigna, og skattleggja eigendur þeirra beint eins og félögin væru ekki til. Arðgreiðslur til eignarhaldsfélaga yrðu þá skattlagðar strax sem arður til eigendanna í sama hlutfalli og eign þeirra er í félaginu og sama ætti við um aðrar tekjur þess svo sem vexti og söluhagnað.

Eignarhaldsfélög hafa engan rekstarlegan tilgang umfram venjulegan bankareikning og alls engan samfélagslegan tilgang. Þau eru helstu verkfæri hins fjármáladrifna kapítalisma, sem hefur ekki aðeins veikt samfélagið heldur étið að innan fyrirtæki í raunverulegum rekstri, veikt þau efnahagslega og ruglað stefnu þeirra. Það hefur því engan samfélagslegan tilgang að líta á þessi félög sem sjálfstæða skattaðila. Þau eru fyrst og fremst verkfæri til að soga fé upp úr öðrum fyrirtækjum og samfélaginu og flytja til eigenda sinna með sem minnstum skattgreiðslum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí