Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós voru í viðtali við The Guardian á dögunum, í tilefni af útkomu nýjustu plötu sinnar, Átta. Þar fara þeir bæði yfir feril sinn, ásamt því sem á daga þeirra hefur drifið síðan útkomu síðustu plötu.
Eru meðlimir hljómsveitarinnar vægast sagt ósáttir við íslensk skattayfirvöld, en eins og frægt er voru þeir dregnir fyrir dóm 2018 og svo aftur 2020, ákærðir fyrir að hafa skotið 151 milljónum króna undan skatti. Endaði seinni ákæran með því að þeir voru sýknaðir.
Í viðtalinu lýsa meðlimir hljómsveitarinnar blendnum tilfinningum gagnvart Íslandi eftir þetta mjög erfiða ferli.
Sigur Rós hefur lengi verið ein af helstu útflutningsvörum Íslands, og sú tónlist sem heimurinn tengir einna helst við landið. En í kjölfar skattamálsins lýsa meðlimir því þannig að þeir hafi lent uppá kant við landið í fyrsta skipti. Georg Hólm segist ekki hafa getað hugsað sér að búa í þessu samfélagi lengur, og var alvarlega að hugsa um að flytja af landi brott.
Kjartan Sveinsson segist gruna að skattayfirvöld hafi ákveðið að ráðast gegn þeim, þar sem að þeir voru auðvelt skotmark, samanborið við öfluga banka og vogunarsjóði.
Viðtalið má lesa hér: ‘I felt violated. It was a dark period for all of us’: Sigur Rós on their nightmarish recent years