Táragasi skotið á stúdenta í Sri Lanka

Harkaleg átök eiga sér nú stað milli hundruða stúdenta og lögreglunnar í Colombo í Sri Lanka. Snúast mótmælin um kröfu stúdentana um að tugum stúdenta sem handteknir voru í mótmælum á síðasta ári gegn ríkisstjórninni, og sitja enn í fangelsi, verði sleppt úr haldi. 

Lögreglan er beitandi táragasi og vatnsbyssum í miklum mæli til þess að reyna að dreifa fjöldanum.

Efnahagskrísa Sri Lanka

Sri Lanka gekk í gegnum sína verstu efnahagskrísu allra tíma á síðasta ári, sem orsakaðist bæði vegna slæmra efnahagslegra ákvarðana stjórnvalda, sem og Covid krísunnar. Krísan leiddi til mikils skorts á mat, lyfjum, og öðrum nauðsynjum. Sri Lanka þurfti að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fá lán uppá 2,9 milljarða dollara – sem var sautjánda skiptið sem landið neyddist til þess að gera það. Verðbólga í landinu náði mest 70%, en hefur verið að fara niður undanfarið. Seðlabanki Sri Lanka lækkaði nýlega stýrivexti um 3% – í fyrsta skipti sem lækkun hefur átt sér stað frá upphafi efnahagskrísunnar. 

Á síðasta ári voru mikil mótmæli gegn efnahags ákvörðunum stjórnvalda, sem að miklu leyti voru leidd af stúdentum. Voru mótmælin svo mikil að fyrrum forsetinn Gotabaya Rajapaksa neyddist til að flýja höfuðborgina eftir að þúsundir mótmælanda réðust inní forsetahöllina. 

Leiðtogi mótmælanna enn í haldi

Fjöldi alþjóðlegra hjálpar- og mannúðarsamtaka eins og Amnesty International, Human Rights Watch, o.fl. hafa harðlega gagnrýnt stjórnvöld í Sri Lanka fyrir fangelsun þeirra á einum helsta forystumanni mótmælanna, stúdentinum og aðgerðasinnanum Wasantha Mudalige, sem er búinn að vera í haldi án nokkurra ákæra síðan í mótmælunum á síðasta ári.    

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí