Þriðjungi fleiri þurftu að fá fjárhagsaðstoð sveitarfélaga í fyrra

Þeim heimilum fjölgaði mikið sem þurftu fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna í fyrra, fjölgaði um 2.226. Miðað við að heimilin séu um 160 þúsund þá þurftu 8.523 heimili á aðstoð að halda eða 5,3% allra heimila. Hlutfallið fór úr 3,8% heimila 2021 í 5,3% heimila 2022.

Þau sem sækja eftir fjárhagsaðstoð heimilanna hafa fullnýtt allar aðrar bjargir, lífeyri, atvinnuleysisbætur og allt það sem hið almenna öryggisnet á að veita. Það er því hátt hlutfall og bendir til þess að öryggisnetið sé götótt þegar tuttugasta hvert heimili þarf að leita til sveitarfélagana eftir fjárhagsstuðningi.

Þau heimili sem fengu stuðning í fyrra skiptast þannig:

HeimiliFjöldiHlutfall
Einstæðir karlar með börn2172,5%
Einstæðir karlar, barnlausir3.25038,1%
Einstæðar konur með börn1.42216,7%
Einstæðar konur, barnlausar2.01623,7%
Einstæð kynsegin/annað, með börn100,1%
Einstæð kynsegin/annað, barnlaus220,3%
Hjón /sambúðarfólk með börn94911,1%
Hjón /sambúðarfólk, barnlaus6207,3%
Vantar upplýsingar170,2%

Það vekur athygli að hlutfallslega fjölgaði heimilum sambúðarfólks mest í fyrra. Það bendir til að fátæktin sé að færa sig víðar, hún var búin að klófesta einstæðinga og einstæða foreldra en náði lengra í fyrra, inn á heimili þar sem eru tvær fyrirvinnur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí