Þurrkur í Danmörku nær hæstu hæðum

Mikill þurrkur hefur verið í Danmörku undanfarið. Í dag, laugardag, þá náði hann hæsta stiginu, 10, á því sem kallað er þurrkmælikvarðinn (tørkeindekset). Er mælikvarðinn frá 1-10. 

Er þetta í fyrsta skipti síðan 2018 að þurrkurinn – sem mælir þurrk í allri Danmörku – nær hæstu hæðum. Þessi mælikvarði DMI, helstu veðurathugunarstofu Danmerkur, var innleiddur 2005, og snýst hann um að fylgjast með hversu mikill þurrkur er í landinu. Einungis þrisvar áður hefur þurrkur mælst 10 – hæsta mögulega mæling. Síðast var það 2018 og þar áður 2008. 

Maí mánuður hefur verið með eindæmum þurr í Danmörku. 18 dagar eru frá síðasta regni, og því hefur mælikvarðinn verið færður frá 7,2 uppí 10. 

Þurrkur uppá 10, samkvæmt þessum mælikvarða, þýðir að jörð og vatnsból Danmerkur eru í miklum mínus með tilliti til vatnsins sem þau þurfa, og ef fram heldur sem horfir eru helstu ræktunarlönd Danmerkur í hættu. Ekkert útlit er þó fyrir regni af neinu ráði næstu 8-10 daga, svo ástandið er einungis að fara að versna á næstunni samkvæmt spám. 

Mælikvarðinn tekur til landsins í heild, og er því meðaltal. Einu svæðin í Danmörku, sem hafa sloppið þokkalega vel, eru Aaabenraa og Tønder, en eins og sést á meðfylgjandi korti, þá ná þurrkarnir svo gott sem yfir allt landið. 

Sumarið byrjar ekki vel

Þrátt fyrir að við séum einungis rétt komin inn í sumarið, er heimurinn nú þegar byrjaður að kljást við hinar ýmsu fordæmalausu náttúruhamfarir.

Síðustu sumur hafa orðið verri og verri að þessu leyti. Og samkvæmt vísindamönnum er það nákvæmlega það sem búast má við – ásamt því að náttúruhamfarir muni halda áfram að verða enn verri – vegna loftslagsbreytinga. Er þetta einungis forsmekkurinn af því sem koma skal.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí