Presturinn og „útlendingurinn“ Toshiki Toma skrifar pistil í Vísi í dag þar sem hann gagnrýnir umræðuna um „útlendingamál“. Hann bendir á að umræðan um þessi mál hafa verið að aukast síðustu daga – og ekki á jákvæðan hátt. Að hans mati hefur umræðan um þessi mál síðustu daga verið mjög óábyrgðarfull – ekki síst þegar um er að ræða kjörna fulltrúa.
Eins og hann bendir á er alltof oft verið að pakka saman allskonar ólíkum málum inn í einn flokk, „útlendingamál“ – eitthvað sem hann vill meina að sé engan veginn réttlætanlegt eða gagnlegt. Enda mikil og gríðarlega villandi einföldun á mjög flóknum málum.
Kallar hann eftir vandaðri og ábyrgðarfullri umræðu um þessi mál í pistlinum.
Eins og hann segir sjálfur:
Við þurfum að halda umræðunni almennilega á lofti og ekki síst er mikilvægt að hún sé málefnaleg. Ég óska þess stjórnendur í þjóðfélaginu hætti að búa til óljóst hugtak eins og „útlendingamál“ þar sem alls konar þjóðfélagslegum vandamálum er pakkað inn eins og það látið axla ábyrgð eingöngu á útlendingum eða hælisleitendum.
Grein hans má lesa hér: