Toshiki Toma gagnrýnir umræðu síðustu daga um „útlendingamál“

Presturinn og „útlendingurinn“ Toshiki Toma skrifar pistil í Vísi í dag þar sem hann gagnrýnir umræðuna um „útlendingamál“. Hann bendir á að umræðan um þessi mál hafa verið að aukast síðustu daga – og ekki á jákvæðan hátt. Að hans mati hefur umræðan um þessi mál síðustu daga verið mjög óábyrgðarfull – ekki síst þegar um er að ræða kjörna fulltrúa.

Eins og hann bendir á er alltof oft verið að pakka saman allskonar ólíkum málum inn í einn flokk, „útlendingamál“ – eitthvað sem hann vill meina að sé engan veginn réttlætanlegt eða gagnlegt. Enda mikil og gríðarlega villandi einföldun á mjög flóknum málum.

Kallar hann eftir vandaðri og ábyrgðarfullri umræðu um þessi mál í pistlinum.

Eins og hann segir sjálfur:

Við þurfum að halda umræðunni almennilega á lofti og ekki síst er mikilvægt að hún sé málefnaleg. Ég óska þess stjórnendur í þjóðfélaginu hætti að búa til óljóst hugtak eins og „útlendingamál“ þar sem alls konar þjóðfélagslegum vandamálum er pakkað inn eins og það látið axla ábyrgð eingöngu á útlendingum eða hælisleitendum.

Grein hans má lesa hér:

„Útlendingamálin“ – stór vandamálapakki?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí