Verðbólguhraðinn 10,6% í júní – 8,4% án húsnæðis

Verðbólga síðustu tólf mánuði lækkar samkvæmt mælingu Hagstofunnar á neysluvísitölunni, fer úr 9,5% í 8,9%. Ástæðan er að verðbólguhraðinn í júní í fyrra var meiri en í ár, en í fyrra mældist 1,41% hækkun milli mánaða sem jafngildir 18,3% árshraða verðbólgunnar. Í júní í ár er hækkunin 0,85% sem jafngildir 10,6% verðbólguhraða.

Hraðinn er því meiri í júní en var að meðaltali síðustu tólf mánuði. Það er því ekki víst að verðbólgan sé að gefa eftir, þó skotið frá í júní í fyrra falli út úr mælingunni.

Það vekur athygli að hækkun fasteignaverð er nú meiri en almenns verðlags. Án hækkun húsnæðis eru verðbólguhraðinn 8,4%.

Hagstofan birtir lista yfir hækkun einstakra liða á síðustu tólf mánuðum:

Þarna sést að það er Marur og drykkjavörur, hótel og veitingastaðir og húsnæði sem hafa hækkað mest.

Vísitala neysluverðs nálgast nú 598 stig, en það eru þau mörk sem verslunar- og iðnaðarmenn reyndu að setja inn í kjarasamningana fyrir áramót sem einskonar rauð strik, þannig að hægt væri að segja samningum upp ef verðbólgan færi umfram þau mörk. Vísitalan í júní er 595,6. Það vantar bara 0,4% til að hún fari í 598 stig, helmingi minna en vísitalan hækkaði í júní. Það má því telja fullvíst að neysluvísitalan rjúfi þennan 598-múr í næsta mánuði. Þá eru eftir hálft ár af samningunum sem verðbólgan mun éta upp kauðmáttinn án þess að verkalýðshreyfingin geti brugðist við.

„Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda,“ skrifaði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í grein fyrr á árinu. „Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí