Verkföll á Heathrow nánast hverja helgi í sumar

Starfsfólk í öryggisgæslu á Heathrow flugvelli í London hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar. Starfsfólkið, sem er í verkalýðsfélaginu Unite, hafa verið í harðri deilu um kjör sín síðan um páskana og nú þegar tekið til takmarkaðra aðgerða. Leiddu þær aðgerðir til þess að farþegar um Heathrow flugvöll þurftu verulega að takmarka hversu mikinn farangur þeir gætu verið með. 

Starfsfólk öryggisgæslunnar vill meina að launakjör þeirra séu engan vegin sambærileg við þau sem sambærilegt starfsfólk fær á öðrum flugvöllum, ásamt því að benda á að Heathrow sé fyrirtæki sem veltir gríðarlegum fjárhæðum, og á því ekki í neinum erfiðleikum með að bæta kjör starfsfólksins. 

Starfsfólkinu hefur verið boðið 10,1% launahækkun, sem var hafnað. Benda þau á að raunvirði launa hefur lækkað um 24% síðan 2017 – ásamt því að starfssamningum var breytt til hins verra í Covid krísunni. 

Verkföllin, sem 2000 starfsmenn öryggisgæslu Heathrow munu taka þátt í, hefjast 24. Júni og standa yfir í 31 daga. 

Með öðrum orðum á nákvæmlega sama tíma og börn eru í skólafríi og langflestar fjölskyldur fara í sumarfrí.     

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí