Berlín íhugar að taka yfir eignir einkaaðila til að leysa húsnæðisvanda

Nefnd sérfræðinga sem skipuð var af borgaryfirvöldum í Berlín hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé fullkomlega löglegt fyrir ríkið að taka yfir húsnæði, sem er í höndum einkaaðila, í þeim tilgangi að leysa húsnæðisvandann þar í borg. Nefndin var skipuð vegna niðurstaðna kosninga árið 2021, en þar var spurt hvort almenningur væri sammála slíkri aðgerð, samhliða almennu kosningunum þar í landi.

59,1% greiddu atkvæði með því að ríkið ætti að taka yfir – eða þjóðvæða með öðrum orðum – hús og íbúðir úr höndum einkaaðila sem eiga yfir 3000. Hér er ekki um kaup ríkisins á eignunum að ræða heldur eignaupptöku.

Nefndin var skipuð í þeim tilgangi að komast að því hvort um löglega aðgerð var að ræða og skilaði hún lokaskýrslu sinni í síðasta mánuði. Hér er um fullkomlega löglega aðgerð að ræða.

Samtök baráttufólks fyrir réttindum í húsnæðismálum í Þýskalandi þrýsta því nú á ríkisstjórnina að innleiða þessa aðgerð. Hún myndi þá beinast gegn allra stærstu eignarhaldsfélögunum þar í landi, fyrst og fremst Deutsche Wohnen & Co, ásamt Vonovia.

Berlín, eins og margar aðrar borgir heims, glímir við alvarlegan húsnæðisvanda vegna fjármálabrasks einkaaðila sem ýtt hefur verði uppúr öllu valdi og gert það ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga efni á húsnæði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí