Breski varnarmálaráðherrann segir Úkraínumönnum að sýna meira þakklæti

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands og einn af þeim sem nefndur hefur verið sem arftaki Jens Stoltenberg sem framkvæmdastjóri Nató, sendi Úkraínustjórn tóninn þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leiðtogafund Nató. Wallace sagði skorta á þakklæti frá Úkraínustjórn. Ráðamenn þar virtust ekki gera sér grein fyrir að þeir væru að biðja önnur lönd að færa þeim sínar vopnabirgðir, veikja eigin varnir.

Wallace sagðist viðurkenna að þetta væri göfugt stríð, að Úkraínumenn væru ekki aðeins að verja eigið land heldur líka frelsi annarra. En lagði áherslu á að Úkraínumenn þyrfti að sannfæra stjórnmálafólk í öðrum löndum um stuðningur við Úkraínu væri þess virði og að stjórnmálafólk í Nató-löndunum fengi eitthvað út úr stuðningnum. Það er bara raunveruleikinn, sagði Ben Wallace.

Hann rifjaði upp þegar hann sá óskalista Úkraínumanna yfir vopn í fyrra. Þá hafði hann sagt að Bretland væri ekki Amazon.

Þessi ummæli Wallace voru borin undir Rishi Sunak forsætisráðherra Breta, sem sagði að Selenskí forseti og aðrir ráðamenn í Úkraínu hefðu margsinnis sýnt þakklæti sitt.

Myndin er af Ben Wallace í stríðsleik.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí