Einkaþotur æra íbúa í Miðbænum

Svo virðist sem talsvert fleri einkaþotur séu að lenda á Reykjavíkurflugvelli en alla jafna. Það má telja líklegt að þar séu auðmenn að koma að sjá gosið á ferðinni. Íbúar í Miðborginni hafa ekki farið varhluta af því, í það minnsta er kvartað undan því innan Facebook-hóps íbúa í miðbænum.


Fyrr í dag skrifar kona nokkur þar: „Er það bara ég eða hefur hávaði frá flugvellinum aukist?Ég bý á Grundarstíg og stærði mig af því að það heyrðist lítið í flugvélum hérna en rétt í þessu þurfti ég að setja vídjó sem ég var að horfa á á pásu því ég heyrði ekkert.“

Nágrannar hennar þykjast vita hvers vegna lætin séu meiri en oft, það sé vegna einkaþotanna. „Fleiri einkaþotur, og þær eru orðnar miklu stærri og kraftmeiri en áður,“ segir einn og annar tekur undir að ónæðið sé mikið. „Ég hef heldur betur tekið eftir því. Hljómar eins og þetta séu breiðþotur að taka af stað.“

Svo eru aðrir sem segja að skuggahlið gosins sé meiri mengun af völdum einkaþota. Birgitta Jónsdóttir, einn stofenda Pírata, birtir myndband af Reykjavíkurflugvelli á Twitter. Það má sjá hér fyrir neðan.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí