Ekkert að marka Sigurð Inga og Dag samkvæmt spá HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendi í dag frá sér spá um nýjar íbúðir í ár og næstu ár. Þetta er kolsvört spá. Í stað þess að íbúðum fjölgi eins og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lofað fækkar þeim. Raunveruleikinn er óralangt frá glærusýningum ráðherrans. Og glærusýningar Dags B. Eggertssonar um íbúðauppbyggingu í Reykjavík er enn fjarri sanni.

Fyrir rúmu ári síðan lofaði Sigurður Ingi 20 þúsund íbúðum á næstu fimm árum, 4.000 íbúðum á ári. „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grund­völlur að því að hér á landi verði hægt að stór­auka hús­næð­is­upp­bygg­ingu á næstu árum og jafn­vel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opin­bera í formi fjöl­breytts hús­næð­is­stuðn­ings. Við erum með skýr mark­mið,“ skrifaði ráðherrann í Morgunblaðið

Nú birtir HMS spá um nýjar íbúðir í ár og næstu tvö ár.

Þarna sést að það vantar 1.157 íbúðir upp í loforð Sigurðar í ár, 1.186 íbúðir á næsta ári og 2.017 íbúðir 2025. Þrjú ár inn í tímabilið og Sigurður Ingi er kominn 4.360 íbúðir í mínus. Það vantar meira en heilt ár í plönin hans Sigurðar, hann er varla byrjaður og þegar kominn langt aftur úr eigin áætlunum. Til að vega þetta upp þyrfti hann að byggja 6.180 íbúðir árið 2026 og annað eins 2027. En þá verður búið að kjósa til nýs þings og ólíklegt að Sigurður Ingi verði þá innviðaráðherra.

Þið sjáið að framleiðslan 2025 er minni en árið 2002, 7% færri íbúðie þótt íbúum hafi fjölgað um 42%. Þetta súlurit er mynd af hrundu húsnæðiskerfi sem nær ekki að mæta þörfum almennings. Stefnan er augljóslega röng.

Ekki er ástandið betra í Reykjavík.

Fyrr á þessu ári skrifuðu Sigurður Ingi og Dagur B. undir samning um stórfellda uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík, 16 þúsund íbúðir á ári næstu tíu árin og þar af tvö þúsund á ári næstu fimm árin.

Sjáum hvað HMS segir:

Þarna vantar 1.226 íbúðir í ár, 1.276 íbúðir á næsta ári og 1.517 íbúðir árið 2025 til að hástemmdar áætlanir ráðherrans og borgarstjórans gangi eftir, 4.019 íbúðir í allt. Þarna er á þremur árum byggt álíka og áætlað var að byggja á einu ári. Yfirlýsingar ráðherrans og borgarstjórans eru svo langt frá raunveruleikanum að ætla má að þeir hafi í raun enga hugmynd um hver raunveruleikinn er.

Við skulum rifja upp hvað mennirnir sögðu þegar þeir kynntu áætlanir sínar fyrr á þessu ári:

Dagur B. Eggertsson: „Þessi samningur er gríðarlega mikilvæg tímamót og fagnaðarefni. Ég hef lengi talað fyrir því að það þurfi húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi og heildarsýn á húsnæðismarkaði og því er mikilvægt að önnur sveitarfélög fylgi nú í kjölfarið og af sama metnaði. Markmiðið er öflug uppbygging og húsnæðisöryggi fyrir þær fjölbreyttu þarfir sem við þurfum að mæta. Fyrir Reykjavík er það sértakt fagnaðarefni að samstaða sé um að borgin verði leiðandi í húsnæðisuppbyggingu næsta áratuginn.”

Sigurður Ingi Jóhannsson: „Það er afar ánægjulegt að Reykjavík hafi riðið á vaðið og skuldbundið sig til að stuðla að hraðri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á næstu árum, en fram undan er stöðug uppbygging um allt land. Samningurinn er sá fyrsti í röðinni og jafnframt sá stærsti og hann mun stuðla að jafnvægi og breytingum á húsnæðismarkaði. Þar skiptir mestu að auka framboð í almenna íbúðakerfinu þar sem ríki og Reykjavíkurborg munu koma sameiginlega að borðinu með niðurgreiðslu íbúða með stofnframlögum og hlutdeildarlánum fyrir fólk undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum.“

Myndin er af af undirritun samnings Sigurður Inga og Dags B., samningi sem

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí