Heitasta vika síðan mælingar hófust

Sameinuðu þjóðirnar segja að samkvæmt bráðabirgðatölum, þá hafi meðalhiti jarðarinnar í vikunni sem var að líða verið sú heitasta síðan að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum, sem enn er verið að rannsaka, lítur út fyrir að hitamet hafi verið slegið sjö daga í röð.

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, segir að loftslagsbreytingar séu „orðnar stjórnlausar“, og að við stefnum hraðbyri inní katastrófískt ástand. Guterres kallaði eftir nauðsynlegum aðgerðum.

Eins og áður hefur verið greint frá, þá náði meðalhiti jarðarinnar 17,18 gráðum á þriðjudag, sem sló metið frá því deginum á undan, sem var 17,01 gráður. Þessar tölur koma frá NCEP (US National Centers for Environmental Prediction), sem er bandarísk stofnun sem mælir hitastig. En samkvæmt bráðabirgðatölum frá háskólanum í Maine í Bandaríkjunum, þá var meðalhitinn í vikunni frá síðasta miðvikudag .04 gráðum hærri en í nokkurri annari viku síðan mælingar hófust. Samkvæmt þeim tölum hélst hitastigið í metinu, 17,81 gráðu á miðvikudag.

Hitinn er að einhverju leyti drifinn áfram af byrjun El Niño, reglulegs veðurfyrirbrigðis sem keyrir upp hita. En vísindamenn eru þó sammála um að þessi stjórnlausa hlýnun sé án nokkurs vafa að mestu leyti á ábyrgð mannfólksins.

Suðurríki Bandaríkjanna, stór svæði í Kína, ásamt öðrum löndum hafa verið að glíma við fáheyrða hitabylgju í sumar. Karsten Haustein, loftslagsvísindamaður við háskólann í Leipzig, segir að allar líkur séu á að júlí mánuður verði sá heitasti í 12.000 ár.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí