Kjarnorkukafbátur við strendur Íslands
USS Delaware, bandarískur kjarnorkukafbátur, er nú staddur innan íslenskrar landhelgi. Utanríkisráðuneytið greinir frá þessu og tekur sérstaklega fram að báturinn beri ekki kjarnorkuvopnu, sem er vissulega rétt. Báturinn er þó kjarnorkuknúinn, í honum S9G kjarnorkuver, og það væri því ekkert grín fyrir lífríki við strendur Íslands ef eitthvað færi úrskeiðis.
Utanríkisráðuneytið segir á Facebook: „Þetta er í annað sinn sem kjarnorkuknúinn kafbátur bandaríska sjóhersins kemur í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi frá því að utanríkisráðherra tilkynnti 18. apríl sl. að slíkum kafbátum yrði heimilað að hafa stutta viðkomu úti fyrir ströndum Íslands til að taka kost og skipta út hluta áhafnar. USS Delaware er orrustukafbátur af Virginia-gerð og bera slíkir kafbátar ekki kjarnavopn.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward