Ofbeldið sem við urðum fyrir skilgreinir okkur ekki

Druslugangan leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag en á Sauðárkróki er líka drusluganga, og byrjar sú kl. 13. Boðið verður upp á ræðuhöld og lifandi tónlistarflutningi

Meðal þeirra sem halda ræðu í dag eru Zahra Hussaini, sem er upprunalega frá Afghanistan. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og unnið á leikskóla. Þar að auki er hún meðlimur félagasamtakanna Slagtog og vinnur sem feminískur sjálfsvarnarþjálfari. Slagorð hennar á Druslugöngunni í ár er: „Líf án ótta, skammar og sektarkenndar fyrir öll!“

Öfgar munu líka halda ræðu og segja þær í tilkynningu: „Druslugangan gefur þolendum rýmið til að sjá að þau eru ekki ein sem við teljum vera mjög mikilvægt fyrir þolendur. Í því samfélagi sem við búum þar sem þolendur eru enn í dag drusluskammaðir er nauðsynlegt fyrir þau að finna samstöðuna sem myndast alltaf í kringum gönguna. Druslugangan er fyrir öll sem vilja uppræta ofbeldismenninguna í samfélaginu okkar“

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, ein af Öfgakonum, stóð fyrir göngunni á Sauðárkróki í fyrra og er sú ganga endurtekin í ár.

„Druslur nær og fjær, sýnum samstöðu okkar með þolendum kynferðisofbeldis í verki og mótmælum kerfislægu misrétti,“ segir í fundarboði. „Skilum skömminni sem átti aldrei að vera okkar og þögguninni sem við hefðum aldrei átt að verða fyrir. Göngum. Öskrum. Tökum valdið til baka.“

Og áfram: „Það eru tólf ár síðan við gengum fyrst saman, en í ljósi bakslagsins sem er að eiga sér stað í jafnréttisbaráttu er skýrt að nú sem aldrei fyrr verðum við að halda samtalinu um rót vandans á lofti.
Það er ekki okkur að kenna að mörkin okkar voru ekki virt. Ofbeldið sem við urðum fyrir skilgreinir okkur ekki. Við erum ekki lygarar.

Nauðgunarmenning, mismunun og ofbeldi fá ekki að viðgangast í okkar samfélagi. Ef eitt okkar er smánað og úthrópað drusla, stöndum við saman og tökum orðið í okkar eigin hendur með stolti. Við erum öll druslur“

Hér eru viðburðir á Facebook: Druslugangan í Reykavík og Druslugangan á Sauðárkróki.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí