Reykjavík nálægt því að slá eigið met.

Tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir eru á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík, eða 4.2% af öllu húsnæði í borginni. Fjöldi íbúða á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík jafngildir þrefaldri ársframleiðslu á íbúðum, sem um þessar mundir dregst saman sem aldrei fyrr. Reykjavík sker sig úr á meðal Evrópskra höfuðborga sem þó flestar hafa fyrir löngu skorið upp herör gegn skammtímaleigumarkaði. Ekkert bólar hinsvegar á aðgerðum eða áhyggjum sveitarfélagsins af stöðunni þrátt fyrir að íbúar í borginni búi mikið þéttar en í flestum öðrum höfuðborgum Evrópu og hér sé viðvarandi og meiri íbúðaskortur en víðast annarsstaðar.

Mikið hefur verið rætt um skaðleg áhrif skammtímaleigumarkaðarins á húsnæðisframboð og húsaleigu og því hafa flest ríki í Evrópu farið þá leið að takmarka verulega skammtímaútleigu íbúða í þéttbýli. Þrátt fyrir að önnur lönd hafa sett mjög stífar skorður við slíkri starfssemi höfðu engin þeirra litið álíka tölur og sjást núna í Reykjavík.

Í flestum stærri borgum Evrópu er hlutfall íbúða á skammtímaleigumarkaði á milli 0.5-1%, þó að víða sé hlutfallið mikið lægra s.s. í Stokkhólmi og Berlín en þar er það í kringum 0.2-0.3%. Höfuðborgir nágranna okkar, Osló og Kaupmannahöfn státa hinsvegar af því að vera með annað og þriðja hæsta hlutfallið í Norður Evrópu eða 1.5% og 2.2%. Þrátt fyrir að þessar borgir séu í sérflokki varðandi fjölda íbúða á skammtímaleigumarkaði þá eru þau varla hálfdrættingar á við Reykjavík, með sín 4.2%.

Þrátt fyrir að megnið af íbúum álfunnar flykkist í frí suður á bóginn yfir sumartímann með tilheyrandi álagi á gisti-iðnaðinn er ástandið þar langt frá því að vera eins slæmt og hér á Íslandi. Í Madrid höfuðborg Spánar er hlutfall íbúða í skammtímaleigu til dæmis aðeins 0.9% og í Barcelona einum vinsælasta áfangastað heims er það 1.3%. Portúgalir nágrannar spánverja á Íberíuskaganum hafa hinsvegar verið að berjast við ófremdarástand á skammtímaleigumarkaði um skeið, ástand sem kom í kjölfar mikillar spákaupmennsku á húsnæðismarkaði þar í landi.

Hlutfall íbúða á skammtímaleigumarkaði í Lissabon höfuðborg Portúgals fór síðasta sumar í heil 3.3%, það hlutfall þótti bæði íbúum og stjórnvöldum bera merki um stjórnleysi í geiranum. Til að bregðast við hafa stjórnvöld nýlega sett stífar og íþyngjandi reglur sem eiga draga úr fjölda íbúða í skammtímaleigu sem og ásókn spákaupmanna í húsnæði.

Íbúafjöldi í Lissabon er rétt rúmlega hálf milljón og heildarfjöldi íbúða er þrjú hundruð og tuttugu þúsund. Það gerir Lissabon með minnsta íbúaþéttleika af Evrópskum höfuðborgum eða 1.6 íbúa á hverja íbúð. Sama tala fyrir Reykjavík er 2.2 íbúar á hverja íbúð sem er á pari við borgir eins og London og Barcelona.


Samkvæmt portúgölskum stjórnvöldum eru þessar aðgerðir nauðsynlegar til að verja íbúa borgarinnar og samfélag þeirra. Vegna þessa ófremdarástands á húsnæðismarkaði mældist Lissabon nýlega sem einhver ólífvænlegasta borg í heimi en hún endaði í þriðja neðsta sæti í mælingum vorið 2022.

Aðeins eitt efnahagssvæði í Evrópu er með hærra hlutfall af íbúðum í skammtímaleigu en Reykjavík svo vitað sé en það er Mallorca, þar er hlutfallið 5%.

Heimildir: www.airdna.co og hagstofur evrópskra ríkja.

Meira um skammtímaleigumarkaðinn í Reykjavík:

Rjóminn flæðir á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí