Reykjavík sjöunda dýrasta borgin í Evrópu – dýrust á Norðurlöndum

Lífskjaravefurinn Numbeo hefur sent frá sér lista yfir dýrustu borgir heims. Reykjavík er í 15. sæti í heiminum og númer sjö í Evrópu. Og númer eitt á Norðurlöndunum. Í Evrópu eru aðeins borgir í Sviss dýrari en Reykjavík. Í heiminum öllum eru aðeins borgir í Karíbahafinu, Sviss og Bandaríkjunum sem eru dýrari.

Ef fólk hefur áhuga á að búa í borgum sem eru enn dýrari en Reykjavík þá eru þetta tuttugu dýrustu borgir í heimi:

SætiBorgLandVísitala
New York = 100
1HamiltonBermúta140,4
2BaselSviss130,0
3ZurichSviss128,5
4LausanneSviss120,6
5ZugSviss119,1
6George TownCaymaneyjar118,5
7GenfSviss112,9
8BernSviss111,2
9NassauBahamaeyjar103,3
10New YorkBandaríkin100,0
11HonoluluBandaríkin98,4
12San FranciscoBandaríkin98,4
13OaklandBandaríkin98,1
14SeattleBandaríkin94,6
15ReykjavikÍsland90,8
16CanberraÁstralía89,2
17AdelaideÁstralía89,0
18BarbadosBarbados88,9
19BostonBandaríkin88,7
20ÞrándheimurNoregur88,1

Ef við berum Reykjavík saman við höfuðborgir Norðurlandanna er staðan þessi, samkvæmt Numbeo. Aftur eru þetta vísitölur þar sem New York er 100.

BorgFramfærslaLeigaFramfærsla
+ leiga
Reykjavík90,842,267,6
Kaupmannahöfn83,145,965,4
Osló84,234,060,3
Stokkhólmur69,433,452,3
Helsinki70,729,250,9

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí