Strandveiðisjómenn mótmæltu ótímabærri lokun strandveiða

Strandveiðifélag Íslands mótmælti stöðvun strandveiða í dag við Austurvöll. Góður andi var í mótmælendum, innblásnar ræður og tónlistaratriði frá KK og Kristjáni Torfa og trillukarlakórnum. Samstöðin tók upp fundinn og er hann aðgengilegur á Youtube rás stöðvarinnar.

Trillukarlar og konur og komu í sjóstökkum, margir báru skilti og sumir með flautu. Hrópað var fyrir atvinnu- og búsetufrelsi. Mótmælendum barst stuðningsorð frá alþjóðlegum samtökum strandveiðimanna, Kári Stefánsson hélt ræðu ásamt Kjartani Sveinssyni, formanni Strandveiðifélagsins og Arthuri Bogasyni, formanni Landssambands smábátaeigenda.

Það hefur vakið mikla furðu strandveiðimanna að strandveiði skuli vera svona vanmetin í baráttunni við loftslagsvánna

Mismunandi áherslur voru á meðal mótmælenda en allir á einu um að efla skuli strandveiðar.

„Strandveiðar skapa líf í höfnum“
„Þjóðin á fiskinn í sjónum.“

Mótmælunum lauk með táknrænum gjörning þar sem mótmælendur kveiktu á blysum fyrir framan Alþingishúsið. (Fréttin verður uppfærð með upptöku af fundinum)



Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí