„Svarta keilan“ kallar eftir byltingu almennings gegn spilltum valdhöfum

Nýr aðgerðarhópur, sem var skírður í höfuðið á minnisvarða um borgarlega óhlýðni á Austurvelli, hvetur til byltingar gegn spilltum valdhöfum.

Í gær var haldinn fundur í Grasagarðinum á vegum Svörtu keilunnar, nýrrar mótmælahreyfingar sem spratt upp í júní þegar fólk tók sig saman og ákvað að mótmæla spilltum valdhöfum.

Minnisvarðin um borgarlega óhlýðni á Austurvelli

Senda öflug skilaboð

Ýrr og Óli, sem voru ein af þeim sem áttu frumkvæðið að mótmælunum í júní skrifuðu þakkar- og hvatningarorð fyrir fundinn í gær, sem mætti kannski kalla óformlegan stofnfund félagsins:

„Takk, bara æðislegt og munið, við erum að fara hita verulega upp í kolunum með okkar skyldu sem þegnum í samfélaginu, en þær skyldur eru uppreisn! Bylting, og til þessa þarf hnitmiðaða borgaralega „óhlýðni“, sem þó er ekki óhlýðni heldur samfélagsleg skylda þegnanna sem ábyrgir borgarar með varnir gegn óréttlæti og spillingu og notar þær varnir og réttindi miskunnarlaust.

Við látum ekki vanvirða ellilífeyrisþega og við skiljum ekki komandi kynslóðir eftir í þrælahaldi þessara fasista og spilltu lygara sem þjóna ekki landinu, heldur sér og sínum, með ólöglegum viðskiptum á eigum þjóðarinnar og ránum og niðurrifi á öllum lífsnauðsynlegustu og mikilvægustu innviðum eyjunnar.

Vitandi vel þær afleiðingar og eyðileggingu á lífi fólks og afkomu þess í landinu sem eru vægast sagt skelfilegar. Og þið vitið það að það eina í stöðinni er Bylting✊️ og hana má ekki kæla niður.“

Sláist í hópinn hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí