Tyrkland gefur út handtökuskipun á Rasmus Paludan fyrir brennslu á Kóraninum

Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipun á hendur dansk-sænska öfgahægrimanninum Rasmus Paludan. Paludan, sem er leiðtogi danska öfgahægri flokksins Stram Kurs, stóð fyrir brennslu á Kóraninum fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Svíþjóð fyrr á árinu.

Þetta var tilkynnt í tyrkneskum fjölmiðlum í dag og staðfest af tyrkneskum löggæslu yfirvöldum. Í tilkynningunum er Paludan er sakaður um að móðga trúarleg gildi.

Tyrknesk yfirvöld vilja fá Rasmus Paludan í yfirheyslu um málið. Brennsla Paludans á Kóraninum fyrr á árinu leiddi til mikilla mótmæla fyrir framan sænska sendiráðið í Tyrklandi og vakti mikla reiða víða um hinn múslímska heim, sem og meðal múslima í Svíþjóð. Paludan hefur þurft að lifa undir sólarhrings löggæslu síðustu ár vegna aðgerða sinna sem miða að því að reita múslima til reiði, en þessi löggæsla er öll á kostnað skattgreiðenda – eitthvað sem töluvert hefur verið gagnrýnt í dönskum fjölmiðlum.

Rasmus Paludan hefur ekki tjáð sig um handtökuskipunina þegar þetta er skrifað.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí