Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipun á hendur dansk-sænska öfgahægrimanninum Rasmus Paludan. Paludan, sem er leiðtogi danska öfgahægri flokksins Stram Kurs, stóð fyrir brennslu á Kóraninum fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Svíþjóð fyrr á árinu.
Þetta var tilkynnt í tyrkneskum fjölmiðlum í dag og staðfest af tyrkneskum löggæslu yfirvöldum. Í tilkynningunum er Paludan er sakaður um að móðga trúarleg gildi.
Tyrknesk yfirvöld vilja fá Rasmus Paludan í yfirheyslu um málið. Brennsla Paludans á Kóraninum fyrr á árinu leiddi til mikilla mótmæla fyrir framan sænska sendiráðið í Tyrklandi og vakti mikla reiða víða um hinn múslímska heim, sem og meðal múslima í Svíþjóð. Paludan hefur þurft að lifa undir sólarhrings löggæslu síðustu ár vegna aðgerða sinna sem miða að því að reita múslima til reiði, en þessi löggæsla er öll á kostnað skattgreiðenda – eitthvað sem töluvert hefur verið gagnrýnt í dönskum fjölmiðlum.
Rasmus Paludan hefur ekki tjáð sig um handtökuskipunina þegar þetta er skrifað.