Almenningur nýtir og nýtur almenningsgarða sem aldrei fyrr

Eftir að berast það til eyrna að almenningsgarðar Reykjavíkurborgar væru í meiri notkun nú í sumar en annars hefur tíðkast, þótti blaðamanni tilefni til að leita staðfestingar á því og hafði samband við verkbækistöð borgarinnar við Fiskislóð. Zuzana Vondra, yfirverkstjóri garðyrkjudeildar, varð til svara. Eftir fimm ára störf við almenningsgarða borgarinnar gat hún staðfest þessa tilfinningu annarra heimildamanna: „Já, nákvæmlega. Ég myndi segja það, að fólk er bara farið að njóta almenningsgarðanna meira. Líklega vegna þess að gróðursældin hefur aukist, veðrið hefur batnað og við erum að verja mikilli vinnu í að viðhalda görðunum vel.“

Í almenningsgörðum nágrannalanda virðast garðar í gegnum tíðina hafa verið nýttir til ýmiss konar tómstunda sem lengi vel virtist ekki tíðkast að sama skapi hér. Blaðamaður spurði því Zuzönu hvort notkun garðanna hefði líka breyst á seinni árum. Já, svaraði hún því líka. Tvö grillsvæði, til dæmis, bæði við Klambratún og í Hljómskálagarði, væru mikið nýtt í góðu veðri, fólk héldi litlar samkomur þar, jafnvel skólar hefðu samband með fyrirspurnir um notkun á þeim. „Svo liggja sumir kannski bara í grasinu í sólinni, aðrir labba bara í gegn vegna þess að nú eru grænu svæðin svo falleg, og enn aðrir nota grillsvæðin og matreiða fyrir sig.“

Jafnvel fyrir hádegi á þessum miðvikudegi í ágúst mátti finna fólk á Klambratúni, komið til að njóta gróðurs, veðurs og samveru.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí