Bandaríkin veita milljarð dala í rannsóknir á löngu Covid

Nú á mánudaginn tilkynnti heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna (US Department of Health and Human Services eða HHS) um stofnun sem sett hefur verið á laggirnar til að leiða viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum við þeim fjölþættu eftirköstum Covid 19-sýkinga sem sjúklingar hafa einu nafni nefnt „long Covid“. Í frétt CNN um málið er sagt talið að 23 milljónir manna hafi orðið fyrir barðinu á langakófi þar í landi.

Um leið tilkynnti ráðuneytið að rúmum milljarði dala yrði úthlutað til rannsóknarverkefnisins RECOVER, sem hleypt var af stokkunum árið 2021 af NIH (National Institutes of Health), sem helst samsvarar embætti Landlæknis á Íslandi. Verkefninu er ætlað að efla skilning, meðferðir og forvarnir gegn long Covid.

Tilkynningin berst skömmu eftir að ítarleg umfjöllun í tímaritinu Nature tók saman helstu rannsóknir um viðfangsefnið til þessa. Í greininni er meðal annars vísað til rannsókna sem fundu skemmdir á líffærum í 60-70% þeirra sjúklinga sem áttu við langvarandi einkenni að stríða, án þess þó að hafa veikst alvarlega í fyrstu. Í niðurlagi greinarinnar segja höfundar, í lauslegri þýðingu:

„Byrðin sem fyrirsjáanlegt er að long Covid leggi á sjúklinga, heilbrigðiskerfi, stjórnvöld og hagkerfi, er svo mikil að hún er óhugsandi, sem er mögulega ástæða þess að afar litlar ráðstafanir hafa verið gerðar gegn henni á æðstu stjórnstigum. Ef 10% bráðasýkinga leiða til langvarandi einkenna má ætla að 400 milljón manns í heiminum þarfnist stuðnings vegna long Covid.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí