Baráttunni fyrir viðurkenningu á rétti Henriettu Lacks lokið með samkomulagi

Í liðinni viku var tilkynnt um að bandarískur framleiðandi rannsóknarbúnaðar á sviði lífvísinda hefði náð samkomulagi í máli sem afkomendur Henriettu Lacks höfðuðu gegn fyrirtækinu, fyrir að hagnast um milljarða dala á lífsýnum sem tekin voru úr líkama hennar árið 1951, án samþykkis hennar eða vitundar. Eftir að almenningi varð ljóst hvernig vísindamenn og fyrirtæki um allan heim hafa á undanliðnum 70 árum nýtt sér frumur úr þessum stofni hefur sú saga orðið til marks um misréttið sem svartir Bandaríkjamenn hafa sætt af hálfu heilbrigðiskerfisins.

Sýnataka án vitundar eða samþykkis

Árið 1951 leitaði fimm barna móðir að nafni Henrietta Lacks til John Hopkins háskólasjúkrahússins í Baltimore í Bandaríkjunum vegna einkenna sem reyndust stafa af krabbameini í leghálsi. Við tók geislameðferð sem dugði ekki til að vinna bug á meininu. Henrietta Lacks dó þann í október sama ár, 31 árs gömul.

Læknar upplýstu hana hins vegar ekki um að sýni sem tekin voru úr leghálsi hennar voru varðveitt á rannsóknarstofu læknis að nafni George Gey. Frumurnar í sýninu reyndust óvenjulegum eiginleikum gæddar: ólíkt sýnum sem tekin höfðu verið úr öðrum sjúklingum, sem að jafnaði dóu á rannsóknarstofunni, fjölguðu frumur þessa sýnis hér, svo það tvöfaldaðist á sólarhring.

Frumur af þeim stofni hafa síðan þá verið notaðar við ótal rannsóknir á áhrifum efna, lyfja, hormóna og geislunar á frumur, á krabbamein, við rannsóknir á veirum og á erfðaefni mannsins. Þær eru oftast nefndar eftir fyrust bókstöfunum í nafni Henriettu Lacks: HeLa-frumur, og léku meðal annars lykilhlutverk í þróun bóluefna við lömunarveiki og Covid-19.

Þætti óboðlegt í dag

Á sjötta áratug síðustu aldar samræmdist þetta verklag, að sögn sjúkrahússins, lagalegum og siðferðilegum viðmiðum læknsifræðinnar. Sjúkrahúsið hefur aftur á móti viðurkennt að sama verklag – að rækta áfram sýni úr sjúklingi og nýta við rannsóknir án þess að gera sjúklingnum eða aðstandendum hans á nokkurn hátt viðvart – þætti ekki boðlegt í dag.

John Hopkins sjúkrakúsið hefur deilt HeLa-frumum til vísindasamfélagsins án ágóða. Fyrirtækið sem helst hefur hagnast á sýnunum heitir Thermo Fisher Scientific, hlutafélag sem framleiðir búnað til vísindarannsókna á sviði læknisfræði, líffræði og líftækni. Virði fyrirtækisins nemur nú yfir 200 milljörðum dala. Það er við þetta fyrirtæki sem fjölskyldan hefur nú komist að samkomulagi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí