Ísrael hótar að „færa Líbanon á steinaldarstig“ komi til átaka

„Þið hafið gert mistök í fortíðinni og greitt þau háu verði. … Komi til stigmögnunar eða átaka hér, munum við færa Líbanon aftur á steinaldarstigið,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, í yfirlýsingu sem birtist á vef The Times of Israel.

Yfirlýsingin birtist í kjölfarið á heimsókn Gallant að landamærum ríkjanna tveggja, til að ráðfæra sig við foringja innan Ísraelshers vegna endurtekinna upphlaupa milli liðsmanna Hezbollah og ísraelskra hermanna við landamærin.

Ísrael sakar Hezbollah um endurteknar og vaxandi ögranir, til dæmis með uppsetningu tveggja tjalda á landamærasvæði sem var dregið upp af Sameinuðu þjóðunum og nefnist Bláa línan. Bláa línan er mörkuð með vörðum úr bláum tunnum. Þá saka ísraelsk stjórnvöld Hezbollah-liða um skemmdir á girðingu og eftirlitsbúnaði við landamærin.

Fáni Hezbolla blaktir vinstra megin á myndinn, ísraelskur fáni hægra megin. Á milli þeirra markar blá tunna mörkin milli landanna, Bláu línuna sem var dregin af SÞ, en þar við hliðina á stendur landamæragirðing á vegum Ísraels.

„Velkist ekki í vafa,“ sagði ráðherrann í sömu yfirlýsingunni. „Við viljum ekki stríð. En við erum reiðubúin að verja borgara okkar, hermenn og fullveldi.“ Þá sagði Gallant að Ísrael myndi ekki hika við að beita öllu sínu afli til að „eyða hverri tommu af Hezbollah og Líbanon ef þess þarf með.“

Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa vaktað landamærin milli ríkjanna allt frá árinu 1978. Síðast brutust út veruleg átök á milli þeirra sumarið 2006, og vörðu í rúman mánuð.

Al Jazeera og Times of Israel greindu frá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí