Manni er farið að líða eins og einhvers konar fórnarlambi þessa umbúðasukks

Umhverfismál 7. ágú 2023

„Ég ólst upp í samfélagi þar sem varla voru til plastpokar, þar sem skyr var skammtað í bréf, mjólk var enn flöskum og fiskur var pakkaður inn í dagblöð. Það má sjálfsagt eitthvað á milli vera,“ skrifar Egill Helgason á Facebook. „En meðan þetta er eins og það er í dag, finnst manni eins og engum sé raunverulega alvara með þessari flokkun, eins og þetta sé tóm sýndarmennska. Á skal að ósi stemma. Þurfum við ekki að þrýsta á framleiðendurna og seljendurna að taka sig á. Mér dettur t.d. í hug Mjólkursamsalan – og það má nefna fleiri og fleiri.“

„Vandinn er auðvitað þetta geðveika umbúðasamfélag sem við lifum í,“ skrifar Egill í færslunni. „Það snýr auðvitað að framleiðendum og seljendum – hlutum er sífellt troðið í stærri, flóknari og meira áberandi umbúðir. Manni er nánast farið að líða eins og einhvers konar fórnarlambi þessa umbúðasukks. Maður þarf ekki svona miklar umbúðir, langar ekki í þær, það er fátt leiðinlegra en að henda öllu þessu rusli. Segi ég og tek utan af súkkulaði sem hingað kom í þreföldum plastumbúðum. Nýbúinn að taka utan af tölvu sem kom í svo fínum umbúðum að þær gætu verið stofustáss.“„

Í haða tunnu fara miðaldra kallar sem neita að skilja hvernig heimurinn virkar og byrja allar setningar á „Í gamla daga….““ setur Sigurveig Káradóttir, eiginkona Egils á þráðinn og hæðist að sínum manni.

„Allt rétt – við lifum á umbúðaöld – Í tvenns konar merkingu,“ skrifar Eyþór Arnalds fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á þráðinn. „Og flokkunin skilar bókstaflega því miður allt of litlu þar sem margt fer í urðun, brennslu eða út í náttúruna sem sagt er að sé endurunnið.“

„Einmitt,“ tekur Guðmundur Andri Thorsson fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, undir. „Vandinn er á framboðshliðinni. Við kaupum of mikið. Það er of mikið í umbúðum. Og við nennum ekki að ganga almennilega frá eftir okkur. Við erum eins og unglingur sem neitar að vaska upp eftir sig og heldur að diskurinn hverfi við það að standa upp frá borðinu.“

„í búðinni fást sveppir í plastumbúðum, salat í plastumbúðum, brauð í plastumbúðum, pasta í plastumbúðum og kjöt í plastumbúðum. svo við kassann máttu ekki kaupa plastpoka undir vörurnar. því plastið í honum er svo vont fyrir umhverfið,“ skrifar Brjánn Guðjónsson.

„Sammála. Það mætti senda reikning fyrir sorpumstangi á framleiðendur og sjá hvernig þeir bregðast við. Þeir koma með lausnirnar, sumar hverjar þannig að umbúðirnar fara nokkra hringi áður en þeim er urðað,“ skrifar Jökull Sólberg Auðunsson.

Og svo heldur umræðan um þetta hitamál áfram á Facebook-síðu Egils.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí