Sala Heimstaden á 42 íbúðum til Búseta læknar ekki sjúkan húsnæðismarkað

Samsett mynd. Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta og Eigill Lúðvíksson framkvæmdastjóri Hjemstaden

Leigufélag Búseta hefur nú fjárfest í 42 íbúðum við Tangabryggju í Reykjavík en félögin hafa einnig undirritað viljayfirlýsingu um kaup Búseta á 90 íbúðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. Umræðuhópur leigjenda á FB veltir því fyrir sér hvort salan muni skila sér í bættum húsnæðismarkaði.

Meðal ummæla í hópnum eru þessi„ Ég hef aldrei skilið almennilega hvaða kosti Búsetarétturinn hefur umfram það að kaupa. Fyrir utan það að þurfa ekki að taka fasteignalán, sem er auðvitað gott ef fólk fær ekki greiðslumat. En að öðru leyti er þetta jafnvel dýrara en að kaupa og eignamyndun mun minni”.

„Búseti er gott félag, var þar í mörg ár en það þarf að greiða nokkra upphæð til að komast þar inn sbr hér t.d https://www.buseti.is/ibudir/2097/

Stutt er síðan leigufélagið Heimstaden tilkynnti að það ætlaði sér að selja um 1700 íbúðir á Íslandi eftir að viðræður við lífeyrissjóðina um kaup á hlut í félaginu sigldu í strand. Samkvæmt yfirlýsingum félagsins vill það koma íbúðunum í umsjón félags eins og Búseta, þar sem að þeirra sögn sé haldið vel utan um leigjendur.

Búseti sem er í grunninn húsnæðissamvinnufélag með yfir að ráða um 1300 íbúðum og þrjú hundruð íbúðum í dótturfélagi sínu er bæði með kaupleiguréttarsamninga og leiguíbúðir. Hins vegar hefur það sýnt sig undanfarin ár að félagið er oft dýrt til að vera kostur fyrir fólk úr lægri tekjutíundum.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna tjáir sig einnig um Búseta á umræðu siðu hópsins á FB. Þar segir hann „Búseti starfar alls ekki eins og hefðbundið óhagnaðardrifið samvinnufélag. Bara eins langt frá því og hægt er. Lítum aðeins á:

Það eru 7 lausar eignir á heimasíðu Búseta. Húsaleiga á þeim er 2.910 kr/m2 sem er það sama og markaðsleiga. Fimm af sjö eignum eru um það bil 30 ára gamlar þannig að þær bera lítinn sem engan fjármagnskostnað. Búseturétturinn er að meðaltali 100.000 kr/M2 sem er nærri því þriðjungur af byggingarkostnaði dagsins í dag. Þú borgar sem sem sagt 30%+ í húsnæði sem lítið sem ekkert hvílir á en leigir samt 100% af því. Hvaða snillingar fundu upp á þessu kerfi, og hverjum dettur í hug að hampa þessu?”

Ef skoðaðir eru kaupréttarsamningar félagsins má sá að til þess að eiga rétt getur einstaklingur þurft að greiða yfir 13 milljónir fyrir kauprétt á fjögurra herbergja íbúð og greiða vel yfir 300 þúsund krónur á mánuði. Þá eru félagsgjöld ótalin auk umsýslugjalda. Þar sem um kaupleiguréttarsamning er að ræða, fær fólk heldur ekki húsaleigubætur. Þeir Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta og Eigill Lúðvíksson framkvæmdastjóri Heimstaden geta því klappað hvor öðrum á bakið án þess að öryggi leigjenda standist skoðun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí