Seðlabankinn léttir líf ríks fólks meðan almenningur tapar öllu á geðsjúkum húsnæðismarkaði

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að stefna stjórnvalda sé beinlínis hönnuð til þess að gera hjálpa ríku fólki á kostnað almennings. „Það er nefnilega ekkert svo flókið að vera ríkur á Íslandi. Seðlabankinn og stjórnvöld sjá til þess,“ skrifar Grímur á Facebook og heldur áfram:

„Á meðan býr almenningur við þetta:

Þriggja herbergja íbúð í Þingholtunum fer á 400.000 kr. í dag á leigumarkaðnum og tveggja herbergja kjallari í Vesturbænum er í kringum 300.000 kr.

50 m.kr. eign er síðan það ódýrasta sem fólk finnur á húsnæðismarkaðnum í dag en það sleppa fáir í gegnum greiðslumatið. Slysist fólk hins vegar í gegn og á 10 m.kr. fyrir útborgun þá byrjar það með 180.000 kr. greiðslubyrði á mánuði af 40 m.kr. verðtryggða láninu sem það tók (30 ára lán). Eftir 20 ár þá stendur lánið í 90 m.kr. og lánþeginn hefur þegar borgað u.þ.b. 170 m.kr. í afborganir.“

Grímur segir að í ljósi þessa þá sé augljóst að endalausar vaxtahækkanir bitni mest á þeim sem minnst mega sín. „50 punkta hækkunin bitnar þannig eins og allir vaxtaákvörðunadagar Seðlabankans á þeim sem minnst eiga,“ segir Grímur og bætir við að lokum:

„Ps. Stýrivextir eru nú 131% hærri hér en í Noregi, 208% hærri en í Albaníu, 429% hærri en í Sviss og 176% hærri en í Danmörku. En við skulum alls ekki tala um krónuna.“

 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí