Það var furðulegt að vakna að morgni Gleðigöngunnar og vera kölluð kynvillingur í kommentaþræði

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra hjá Samtökunum 78 og fyrrverandi formaður samtakanna, segir það hafa verið sláandi að lesa hatursorðræðuna sem vellur upp úr sumum í athugasemdum við fréttir fjölmiðla á Facebook. Hún ljóst að hinsegin fólk þarf enn að berjast fyrir tilveru sinni.

„Það var furðulegt að vakna að morgni Gleðigöngunnar og detta inn í kommentaþráð hjá einum stærsta fjölmiðli landsins þar sem við sem fögnum frelsinu í dag erum í fyllstu alvöru kölluð kynvillingar, sögð syndug, að við séum að innræta börn með áróðri og berum sjálf ábyrgð á bakslaginu fyrir að vera svona sýnileg. Sjá síðan að einhverjum datt í hug, enn og aftur, að skera niður táknmynd baráttu okkar,“ skrifar Þorbjörg á Facebook.

Hún segist hafa reynt að leiða þetta hjá sér. „Svo gaf ég stelpunum mínum morgunmat og fór í sturtu, sýndi þeim glimmerið sem við ætlum að setja á okkur á eftir og tók til fánana okkar. Færði konunni minni kaffi. Meðvituð um að mitt daglega líf er aðeins mögulegt þökk sé hinsegin baráttu,“ segir Þorbjörg og heldur áfram:

„Nú ætla ég að standa upp, loka öllum miðlum, gera mig tilbúna og fara með fjölskyldunni minni í Gleðigönguna. Þar munum við ganga undir merkjum Samtakanna ‘78, félagsins sem við eigum hamingju okkar að þakka og sem berst áfram fyrir því að öll fái að tilheyra og upplifa áhyggjulaust daglegt líf. 

Ég hlakka til að sjá ykkur öll í dag í miðbæ Reykjavíkur. Gleðilega hátíð!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí