Vinnufatabúðin kveður eftir 83 ára samfelldan fjölskyldurekstur

Nokkur tímamót verða við lok þessa mánaðar við Laugaveg 76, við Laugaveg yfirleitt og jafnvel í miðborg Reykjavíkur allri, þegar Vinnufatabúðin lokar, eftir 83 ára samfelldan rekstur.

Tilkynnt var um lokun verslunarinnar á Facebook-síðu hennar á þriðjudagskvöld. Þar kemur fram að verslunin hefur verið óslitið í eigu sömu fjölskyldu allt frá upphafi. Í athugasemdum við tilkynninguna má sjá hlýhug fólks í garð verslunarinnar og ugg um þróun miðborgarinnar.

„Nei – það er ekki samþykkt!!!“ hrópar Erna nokkur. „Keypti mínar fyrstu tískubuxur hjá ykkur fyrir 50 árum ❤“ skrifar kona að nafni Sigrun Jensey, „Alltaf verið frábær verslun með gæða fatnað,“ segir maður að nafni Svanberg. „Það var alltaf gott að versla þar,“ segir Ásgeir og splæsir í hjarta. „Það er leitt, góðar vörur,“ segir Júlía. „Hef verslað þarna í 60 ár frábær verslun, takk fyrir mig,“ segir Jóhannes og bætir við röð af kenndum: 💙💙💙🤠😁😎🍾🥂. „Þvílík sorg“ heyrist, „Ofur leitt“ að viðbættu tárfellandi gulu höfði: 🥲. Sjónarsviptir, sorglegt, frábær búð, daprar fréttir, ykkar verður sárt sakna. „Æ en sorglegt þarna keypti ég mína fyrstu hermannaklossa og bomberjakka,“ skrifar Sonja, „Elska þessa búð.“ Hryggðarsvipur fylgir: 😔. „Takk fyrir mig elsku vinnufatabúð þín verður sko saknað“ og hjartað sem fylgir er glitrandi: 💖.

Elsta auglýsing Vinnufatabúðarinnar, að því er timarit.is veit til. Nokkur stykki af bláum síðum sheviotsbuxum til sölu, í janúar 1945. Úrklippa úr Vísi.

Að einhverju leyti virtist undravert að búðin skyldi enn vera þarna, umkringd rekstri sem hefur annars meira eða minna allur aðlagað sig að eftirspurn ferðamanna frekar en heimafólks. Og hugsanlega er það Pjetur St Arason sem nær best að fanga þróunina sem lokunin virðist vera hluti af, ef ekki síðasta innsiglið þá kannski það næstsíðasta. Pjetur skrifar:

„Kemur þá enn ein Lundabúðin á laugarveginn eða kannski einn bévítans barinn til, er ekki komið nóg af þessari viðleitni þeirra félaga Dýónísosar og Bakkusar að vilja drekkja okkur í bjór.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí