Kristján spáir því að Svandís muni víkja

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segist í aðsendri grein sem hann birtir í Morgunblaðinu í dag ekki hafa nokkrar áhyggjur af réttaröryggi fyrirtækisins. Af greininni að dæma þá virðist Kristján telja sig eiga sigurinn vísan í hvalveiðideilunni.

Hann virðist telja meiri líkur en minni á því að umboðsmaður Alþingis muni komast að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi brotið lög þegar hún bannaði hvalveiðar í sumar. Kristján spáir því að þá muni Svandís víkja sæti í málefnum Hvals og einhver annar úr röðum VG muni taka við henni. Greinin er að mestu tilfallandi athugasemdir Kristjáns um Kastljós fimmtudagskvöldsins, en að lokum segir hann:

„Annars þarf Hvalur ekki að hafa áhyggjur af réttaröryggi sínu, því eins og MAST bendir á þegar refsivendinum er beitt án afláts á Hval, þá má alltaf kæra ákvarðanirnar til Svandísar Svavarsdóttur til endurskoðunar. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að komist umboðsmaður Alþingis að því að ráðherra hafi brotið lög gegn Hval, þá verði næsti þáttur í hinu sviðsetta leikriti sá að ráðherrann víki sæti í málefnum fyrirtækisins og tryggi þannig „málefnalega“ stjórnsýslu, á sama tíma og annar ráðherra úr flokki hennar mun stjórna næsta leikþætti.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí