Segir mikið tap í fyrra ekki merki um áframhaldandi taprekstur

„Við erum ekkert að reyna að fegra bókhaldið. Hluti af tapi í fyrra er breytt skráning á orlofsskuldbindingum og svo gerum við ekki tilraunir til að eignfæra óefnislegar eignir. Annar hluti er að endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði ársins berast og bókast árið eftir,“ segir Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Sameinaða útgáfufélagsins, en Viðskiptablaðið var með frétt upp úr ársreikningum útgáfufélaga Kjarnans og Stundarinnar í morgun, en samanlagt tap félaganna var 50 m.kr. í fyrra.

Í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að Kjarninn hefur alltaf verið rekinn með tapi en Stundin oftar með hagnaði. Þar til í fyrra að tapið var tæpar 40 m.kr.

„Stundin var með uppsafnaðan hagnað fram að síðasta ári og við nýttum hann í að styrkja ritstjórnina og renna stoðum undir ritstjórnina til lengri tíma,“ segir Jón Trausti. „Á þessu ári hefur sameinuð ritstjórn stækkað umfram samlagningu Stundarinnar og Kjarnans og við erum komin í vikulega prentútgáfu með hraðvaxandi lestri.“

En er tap á rekstrinum? „Við skuldbindum okkur til sjálfbærni,“ segir Jón Trausti. „Frá sameiningunni um áramót höfum við verið að styrkja ritstjórnina og fyrirtækið sem slíkt. Sameining kostar alltaf eitthvað, þótt við séum sterkari eftir á. Til viðbótar er annað sem vonandi er óreglulegt, eins og lögfræðikostnaður vegna lögreglurannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum. Það er mikið og fjölþætt álag á rekstrinum á þessu ári, en við erum í jafnvægi og eigum að geta skilað vægum hagnaði. Ef stefnir í þess betri afkomu verður hún nýtt í að styrkja Heimildina enn meira, því við erum á langleið.“

„Annars held ég að tapið á Kjarnanum og Stundinni frá upphafi teljist ekki mikill kostnaður við að byggja upp sterkan fjölmiðil úr engu, hvað þá í samkeppni við miðla sem hafa fengið milljarða í afskriftir og fleiri milljarða í fjárframlög frá hagsmunaaðilum. Það breytir því ekki að við munum axla okkar ábyrgð óháð aðstæðum,“ bætir Jón Trausti við.

Myndin er af ritstjórn Heimildarinnar eftir sameiningu Kjarnans og Stundarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí