Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einkavæða sorphirðuna

Innviðir 6. sep 2023

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu þess efnis að sorphirða í Reykjavík verði boðin út. Með því myndi Reykjavíkurborg hætta að sinna verkinu og í staðinn greiða einkafyrirtæki fyrir að sinna því. Rökin voru sögð „hagkvæmni í rekstri“. Samþykkt var að vísa tillögunni til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Einkavæðing sorphirðu ekki óumdeild

Nú þegar sinnir fyrirtækið Terra umhirðu á grenndargámum í Reykjavík, en eins og kunnugt er gekk illa að sinna þeim svo sómi væri af. Gámarnir voru ekki tæmdir nógu oft, og þegar það var gert var hellingur skilinn eftir.

Margir skrifuðu þessa slæmu umhirðu á fyrirtækið Terra, sem fær ávísun frá borginni fyrir að tæma gámana. Meðal þeirra var varaþingmaður Samfylkingarinnar Viðar Eggertsson sem gaf fyrirtækinu falleinkun.

Jafnframt kallaði hann eftir því að borgin sinnti verkum sem þessum sjálf. Fleiri hafa talað fyrir því, en meðal borgarstjórnarflokka fer mest fyrir því hjá sósíalistum, sem vilja að borgin sjái um innviði en ekki einkafyrirtæki.

Til mikils að vinna fyrir Terra

Það eru ekki mörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í sorphirðu. Terra er eitt þeirra og er jafnframt í sterkri stöðu. Er með samninga við fjöldann allan af sveitarfélögum sem greiða fyrirtækinu fyrir að hirða heimilissorp. Með samþykkt tillögu Sjálfstæðisflokksins væri líklegt að þetta fyrirtæki tæki við verkinu, sem borgin hefur sinnt hingað til.

Það væri mikill vinningur fyrir félagið að landa samningi við Reykjavíkurborg, langstærsta sveitarfélag landsins. Þannig væri það komið í svo sterka stöðu að ræða mætti um fyrirtækið sem einokunarfélag. Það væri nánast ómögulegt að keppa við það á markaði.

Gagnrýnendur þess að grunnþjónusta sé einkavædd hafa bent á að fákeppni sé ein afleiðinga þess. Ekki sé hægt að tryggja samkeppni því ekki sé um hefðbundinn markað að ræða, heldur skyldur sveitarfélaga sem íbúar reiða sig á.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí