Terra tæmir loksins gámana og gerir það skelfilega illa – Skilja helling eftir

Einkafyrirtækið Terra virðist loksins, nú í lok viku, hafa séð sér fært að tæma grenndargáma. Samstöðin greindi frá því á mánudaginn að slíkir gámar væru víða svo yfirfullir að rusl flæddi upp úr gámunum. Ef marka má myndir sem borgarbúar hafa deilt innan hverfisgrúppa á Facebook þá tæmdi Terra ruslagámanna ekki bara seint heldur einnig illa.

Íbúi nokkur í Hlíðunum deilir á Facebook mynd sem sýnir hvernig Terra skildi eftir gámanna í morgun eftir að hafa tæmt þá. „Terra komnir og farnir. Bílstjórinn of merkilegur til að taka 3 lokaða poka, rúðuvökva og einn 500ml,“ skrifar maðurinn og segir að fyrirtækið ætti frekar að heita Terrable.

Annar maður bendir á að þetta stangast á við slagorð Terra: Skiljum ekkert eftir.

Sami maður bendir einnig á í athugasemdum að gámarnir séu nú úti um hvippinn og hvappinn, en ekki í röð líkt og þeir eiga að vera. Mynd til sönnunar má sjá hér fyrir neðan.

Sósíalistar í Reykajvík hafa lagt fram tillögu þess efnis að borgin sjái sjálf um að tæma þessa gáma. Engin ástæða sé fyrir því að útvista þessu verkefni, borgin sjái sjálf um að hirða heimilissorp hjá íbúum. Ekki verður betur séð en að einkaaðilar ráði ekki við að tæma ruslið svo sómi sé af því.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí