Vika hinna viðamiklu skjala

Í þeirri viku sem nú er að enda komin kynntu ráðherrar þriggja ráðuneyta niðurstöður þriggja viðamikilla ferla nánast samtímis: á mánudag kynnti Menningar- og viðskiptaráðherra vinnu við ferðaþjónustustefnu til 2030, á þriðjudag kynnti matvælaráðherra niðurstöður 15 mánaða samráðsferlisins Auðlindin okkar um vísi að framtíðarlöggjöf um sjávarútveg, og á miðvikudag hélt innviðaráðherra Húsnæðisþing þar sem kynnt var Hvítbók um húsnæðismarkað, viðamikla skýrslu til grundvallar opinberrar húsnæðisstefnu.

Þessi stóru plögg virtust svo meira eða minna drukkna í fréttum fimmtudagsins, ákvörðun matvælaráðherra um framhald hvalveiða. Miðað við fyrstu álit virðast skýrslurnar stóru hins vegar eiga það sameiginlegt að boða ekki stefnubreytingar heldur aðeins staðfastari og markvissari aðferðir – jafnvel gagnsærri og vistvænni – í átt að sömu markmiðum og stjórnvöld hafa þegar unnið að. Rétt eins og í málefnum hvalanna. Settar hafa verið skýrari reglur um hvernig þeir skulu skotnir. En skotnir verða þeir.

„Maður er ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ sagði matvælaráðherra af því tilefni. Aðrir ráðherrar hafa hvorki staðfest né hafnað þeim skilningi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí