Ásgeir orðlaus þegar honum var bent á kjarasamningar hefðu ekki getað valdið hækkun vöruverðs

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur ítrekað reynt að halda því fram að kjarasamningar væru orsök verðbólgu á Íslandi. Allt bendir hins vegar til þess að þetta sé kolrangt og sífellt koma fram í dagsljósið nýjar sannanir fyrir því. Sú nýjasta er frá Marinó G. Njálssyni tölvufræðingi, en líkt og Samstöðin greindi frá í morgun, þá segir hann að kjarasamningar hefðu ekki getað valdið hækkun vöruverð hjá Krónunni og má telja mjög líklegt að sama sé upp á teningunum hjá öðrum verslunum.

Ásgeir var spurður um þetta á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun og voru viðbrögð hans næstum vandræðalega. Marinó lýsir því svo á Facebook: „Ásta Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, spurði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun, út í efni færslu minnar frá því í gær um að kjarasamningar hefðu ómögulega getað valdið hækkun vöruverðs hjá Krónunni.  Það tók Ásgeir smá tíma að finna leið til að komast hjá því að svara spurningunni beint, en þegar hann svaraði, þá talaði hann um atriði eins og framleiðni, áhrif kjarasamninga á eftirspurn og að fara þurfi varlega í kröfur um kauphækkanir.“

Marinó bendir á að Ásgeir hafi í raun verið að reyna að grípa í síðustu hálmstráin. Ekkert af þessu sem hann nefnir skýri orð hans um að verðbólgu sé kjarasamningum að kenna. „Ekkert af þessu skýrir út ummæli seðlabankastjóra, að verðbólgan sé kjarasamningum að kenna.  Held að hann hafi áttað sig á því, að hann átti ekkert svar við spurningu Ástu Lóu og útreikningum mínum í gær.  En í staðinn fyrir að viðurkenna, að hann hafi líklega tekið of djúpt í árinni, þá fór hann út á tún að leita að hrútum og þar með hrútskýringum,“ segir Marinó.

Marinó segir ótækt að hafa áhrifafólk sem bullar svona eins og Ásgeir. „Það er kominn tími til, að áhrifafólk í þjóðfélaginu vandi málflutning sinn og gaspri ekki bara eitthvað út í loftið í þeirri von, að fólk gleypi skýringar þeirra hráar.  Vissulega kemst það oftast upp með það, vegna þess að það er full vinna að leiðrétta rangfærslurnar.  Hjá mér er þetta hugsjónastarf, sem gefur engar tekjur og oftar en ekki unnið á kostnað tekjuöflunar,“ segir Marinó og heldur áfram:

„Ég sagði strax í febrúar, þegar Ásgeir hélt því fyrst fram, að verðbólgan væri kjarasamningum að kenna, og svo í hvert sinn sem hann hefur haldið því fram, að tölur styddu ekki þessa fullyrðingu.  Ásgeir sagði á fundinum í morgun, að ekki mætti taka út eitt fyrirtæki.  Málið er, að ég var búinn að kafa ofan í reikninga Haga og komast að sömu niðurstöðu.  Þessi fyrirtæki eru líklega með 75-80% af dagvörumarkaðinum á Íslandi.  Þar sem það er engin raunveruleg samkeppni á þessum markaði, þá er staðan örugglega eins hjá Samkaupum.

Annað, sem ég vildi gjarnan sjá gerast, er að áhrifafólk standi með almenningi og neytendum.  Blaðri ekki bara eitthvað í viðtölum og hátíðarræðum, en svo breytist ekkert.  Það er almenningur sem heldur uppi atvinnulífinu og þjóðfélaginu, en elítan hirðir hagnaðinn.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí